Marsipan vinir Sjonna og fjölmenningardagurinn

on

Er á fullu að undirbúa Eurovision partíið….

Það er nefnilega alveg sama hvað fólk segir – það fylgjast á endanum allir með Eurovision.
Held að fólk fari í gegnum svona stig þar sem það dissar þetta og fussar og sveijar þegar minnst er á þetta.
En á endanum horfa allir á þetta.

Svo er þetta líka fínt tækifæri til að smala fjölskyldunni saman…
svo framarlega sem maður á nógu skemmtilegt fólk að. Það rétt sleppur hjá okkur:)

“Stórfjölskyldan” safnaðist hér saman í fyrra og horfði saman á Eurovision.
Sumir horfðu – aðrir spjölluðu saman…flestir átu og drukku…og allir skemmtu sér vel.

Á sem sé von á öllum hér um sjöleytið – er bara í smá pásu frá tiltektum.

Annars er búið að vera fullt af alls kyns skemmtilegheitum í dag.

Byrjaði á tónleikum hjá tónlistarskólanum hans Kára sem haldinn var í Neskirkju.
Þar spiluðu nemendur á hljóðfæri og greinilegt að allir eru búnir að vera duglegir að æfa sig!
Þarna leyndust örugglega einhverjir sem eiga eftir að spila í Hörpunni þegar fram í sækjir.

Svo var farið heim að taka á móti “vinahópnum” hans Kára.
Vinahópar er skipulagðir af skólanum – það eru sem sé 2 stelpur og 2 strákar í hóp sem skiptast á að bjóða hvort öðru heim og til sín og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Ákvað að nota góða veðrið og fara út að labba með krakkana – fórum og tókum þátt í fjölmenningardeginum.
Það var skrúðganga og svo alls kyns viðburðir og skemmtun í Ráðhúsinu og í Iðnó.

Um sjöleytið er svo von á fólkinu.
Ákváðum að hafa þetta þannig að allir koma með “eitthvað”.

Það er líka miklu skemmtilegra. Og svo bara pappaglös og plastdiska.
Var einmitt að finna til pappadiskan hérna í skúffunum.
Ákvað að nota bara tækifærið og taka dálítið til.
Sumir munu verða með Star Wars diska – sumir Andrésar Andar diska- einhverjir með sjóræningjardiska
og svo eru þarna nokkrir jóladiskar…

Ein frænkan var að grínast með að koma með marsipan vini Sjonna….
Það væri dálítið fyndið…Af hverju ætli ekkert bakarí hafi tekið sig til og gert eitthvað meira úr þessum degi?

Væri skemmtilega smekklaust að geta keypt köku með marsipan fígúrum af keppendum…
Mætti vel hafa fleiri lönd en Ísland….eða bara köku með alls konar fánum – alvöru Eurovisionköku!
Ekki þetta skúffukökudæmi sem ég sá úti í búð um daginn…man ekki hvaðan það var.
Það var bara venjuleg skúffukaka og ekkert í hana lagt nema prenta Eurovisionkaka framaná.
Sér enginn muninn þegar hún er komin úr pakkanum….

En það er víst best að hefjast handa!!

Set inn myndir af veitingunumm og fjölmenningunni síðar…..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s