Búið að skipuleggja sonadaginn í heila viku.
Þar sem það var mæðradagurinn í síðustu viku, var ákveðið að hafa sonadaginn í dag.
Þurfti því að færa Kára í rúmið í morgun og leyfa honum að slappa af og horfa á mynd….
Allir bangsarnir voru líka mættir til að taka þátt í þessari setningu sonardagsins.
Skilst að það hafi verið ágætt – en ég þarf víst að herða mig í þessu ef ég ætla að standast kröfurnar.
Fórum í langan hjólreiðatúr áðan – en hann var víst ekki nógu langur.
Svo er ég hálfpartinn búin að samþykkja að fara í bíó í kvöld – en mér skilst að það reiknist ekki með ef það er ekki barnamynd.
Er í smá pásu núna en þarf örugglega að gera eitthvað fleira “skemmtilegt” á eftir.
Ég fékk ekkert svona dekur á mæðradaginn – skilst að ég hefði átt að biðja um það.
Ég klikkaði sem sé á því;) Passa mig á þessu næst – verð tilbúin með langan lista!