1 kúrbítur
2 shallotlaukar
5-6 msk hveiti
1 egg
50-60 gr rifinn ostur
smátt söxuð steinselja…1-2 msk
smávegis maldonsalt
nýmalaður hvítur pipar
Reif kúrbítinn á mandolíni og setti það í sigti yfir skál.
( má nota gróft rifjárn ef maður á ekki mandólín eða veit ekki hvað það er )
Fyrir þá sem ekki fatta hvað kúrbítur er….þá er það zucchini….kalla það óvart alltaf zucchini. Finnst það einhvern veginn fallegra orð….
Setti sirka eina teskeið af maldonsalti yfir það – til að ná vökvanum úr því.
Kreisti að lokum eins mikinn vökva af kúrbítnum og ég gat – án þess þó að
ofreyna mig -og setti það svo í skál.
Blandaði saman við hveiti, eggi, salti, pipar, osti og steinselju.
Verður eins og þykkt deig eða grautur.
Hitaði olíu á pönnu og setti “deigið” á hana með teskeið.
Ágætt að hafa þetta ekkert of stórt.
Það komu 9 eða 10 stk úr þessari uppskrift.
Það er gott að hafa tzatziki með þessu:)