Léttsteiktur þorskur á spínatbeði….

on

…með kúrbítsklöttum og tzatziki….

Set þetta eiginlega bara hérna inn til að ítreka það að stundum er einfalt best.
Óþarfi að vera að flækja málin ef hráefnið er gott.

Náði í þorskinn út í fiskbúðina Vegamót og spínatið upp í Lambhaga…
smá smjör,olíu,salt og pipar. Voila! Þarf í rauninni ekkert meira.

Þorskur….helst spriklandi…annars bara nýr….

Velti honum bara úr smá hveiti með smá maldonsalti og hvítum pipar útí.
Steikja hann á heitri pönnu úr smá olíu og smá smjöri….
( finnst alltaf best að blanda þessu tvennu saman – smjörið gefur bragðið og olían passar að það brenni ekki. Fullkomið samband! ).

Eina sem fólk þarf að passa sig á er að hitastigið á pönnunni.
Hún verður að vera heit þegar maður setur matinn á hana til að maturinn taki lit!
Held að það sé dálítið algengt að fólk setji matinn á pönnuna og kveikji svo á hellunni….

Spínatið…
…í pott með smá smjöri.
“Minnkar” alveg niður í pottinum.
Tilbúið á einni mínútu.
Þarf ekkert meira að hafa fyrir því….

Og svo er það bara tzatziki og kúrbítsklattar….þeir eru í færslunni hér á undan…

One Comment Add yours

  1. Lissy says:

    Wow, wish I had had that for dinner instead of the “Seafood Quesadilla” I got at Vegamót the restaurant, which, surprisingly enough, had spaghetti sauce inside the tortilla with rice and some small bits of shrimp and fish, no cheese!

    Like

Leave a comment