Nokkrir minnispunktar fyrir Heimsendann

on

Ég er strax farin að hugsa um hvað ég á að hafa í matinn á laugardag.

Á ég að vera með kavíar, ostrur og kampavín….
…..eða er málið að nýta sér eitthvað af þeim fjölmörgun HEIMSENDINGARtilboðum sem verða í gangi….?

Ætla bara að sjá til í hvernig skapi ég verð…

Svo eru nokkrir hlutir sem ég VERÐ að muna:

1. Borga HEIMSENDA gíróseðla fyrir lokun banka á föstudag.
( samt fáránlegt að þurfa að borga fyrir þetta líka! )

2. Gera eitthvað gott nesti handa Lykla Pétri ef ég fæ miða þangað.
(Taka Vodka með til vonar og vara ef það er uppselt…)

3. Pakka “létt”…en hafa eitthvað hlýtt með líka “ef ske kynni”.
(Of þungar töskur gætu líka hægt á ferðinni og svo gæti maður þurft að borga aukalega…)

4. Vera fljót í röðina. Er ekkert viss um að það séu númeruð sæti.
( Kannski bara “fyrstir koma fyrstir fá” eins og hjá Ryan-air og Easy-jet?)

5. Ætli ég þurfi passann?
( Líklega vita þeir hvað ég heiti…samt kannski betra að hafa hann með. )

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s