Komin heim eftir að hafa þurft að vera úti í umferðinni í dag…
Ég er þreyttari eftir þessar tvo..eða þrjá…litlu spotta sem ég þurfti að keyra í dag, heldur en eftir allt keyreríið í ferðalaginu um daginn.
Það þarf að hafa svona “átak” í að kenna fólki útá hvað vinstri og hægri akrein ganga.
Finnst eiginlega að það ætti að taka það upp að sekta fólk sem keyrir OF HÆGT og á VINSTRI AKREIN alla leið.
Það mætti kannski hafa þetta “átak” samhliða því að kenna fólki að hætta að brjóta flöskur í miðbænum…já og sóða almennt út.
Ætli þetta sé sama fólkið kannski? Nei…kannski hæpið….
Hef líka tekið eftir því að fólk er oft voðalega lengi að færa sig þegar það heyrir í lögreglu og sjúkrabílum.
Eins og það dragi það fram á síðustu stundu að bregðast við og færi sig helst ekki fyrr en það er komið með sírenurnar alveg fyrir aftan sig.
Og stefnuljós…er það eitthvað oná brauð? Held að margir hugsi það…fuss…svei….urr….
Þarf aðeins að fara aftur út í umferðina eftir svona hálftíma. Vonandi verða allir búnir að taka þetta til greina þá!