Kálfa “ragout” með pasta

on

Þetta var alveg svakalega gott! Og tiltölulega einfalt.
Játa að ég mældi ekkert nákvæmlega smjörið, hvítvínið og rjómann.
En það var svona sirka þetta magn.

1 kg kálfalundir-skornar í bita.
1 box sveppir
1 stór shallotlaukur
ca 50 ml hvítvín
ca 150 ml rjómi
ca 80-100 gr smjör
1/2 teningur af nautakrafti
ferskt timían

maldonsalt og hvítur nýmalaður pipar

Pasta…eitthvað gott:)

Skar shallot laukinn mjög smátt. Setti ca.30 gr smjör á pönnuna ásamt shallotlauknum og sveppunum.
Leyfði sveppunum og lauknum að malla aðeins í smjörinu á meðalhita.

Tók þetta svo af pönnunni og hitaði hana vel.
Steikti kjötið á báðum hliðum í meira smjöri og leyfði því að taka aðeins lit.

Þar næst tók ég kjötið af pönnunni.

Svo setti ég hvítvínið á pönnuna og leyfði því að gufa aðeins upp.
Þá fór rjóminn, kjötkrafturinn og timíanið á pönnuna.

Því næst setti ég kjötið og sveppina úti og leyfði þessu að malla aðeins saman á lágum hita á meðan ég sauð pastað.

Síðan þykkti ég sósuna með smjörbollu ( hveiti og lint smjör til helminga – blandað saman. Var með svona 1-1 1/2 msk af hvoru ).

Gott að hafa rifinn parmesan ofaná en alls ekki nauðsynlegt.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s