Ég gubba ef einhver segir orðið matvælaöryggi aftur

on

Það eru fá orð eins ofnotuð og matvælaöryggi og fæðuöryggi. Og misnotuð.

Sú umræða öll er á svo miklum villigötum og oftar en ekki er þessum orðum slengt fram til þess eins að fylla fólk öryggisleysi og þá ekki sjaldan í einhverjum annarlegum tilgangi.

Svona virkar þetta einhvern veginn…hausinn á okkur það er að segja…

Við þurfum að búa við MATVÆLAÖRYGGI því að annars búum við við ÖRYGGISLEYSI
( nú fara allir að hugsa um ÖRYGGISHLIÐ á flugvöllum….9/11…hryðjuverk )….
Svona virkar þetta og þetta er það sem er verið að spila inná.
Svo heyrði ég MATVÆLAKREPPA um daginn….MATVÆLAKREPPA!
Þetta er nákvæmlega það sama. Hræðsluáróður og ekkert annað.

Það eina sem hugsanlega ógnar okkur er yfirgangur erfðabreyttrar ræktunar.
Og það að eitt fyrirtæki skuli eiga orðið einkaréttinn á alls kyns fræjum sem mannkynið hefur átt sameiginlega þessar árþúsundir sem hún hefur staðið í ræktun matvæla. Þetta er ógeðslegt mál og til skammar að ef við leyfum erfðabreytta ræktun á Íslandi. Ég mæli með að fólk kynni sér hvaða öfl eru þar að baki og hvaða þátt þau hafa átt í að breyta landslaginu í heiminum síðustu ár. Þar er af nógu að taka.

Gúgglið bara…Erfðabreytt ræktun…GMOMonsanto…. Getið líka gúgglað skrattann víst þið eruð byrjuð.

Svo er það umræðan um “Hefðbundinn landbúnað” og “hefðbundna ræktun”:… Núna fékk ég bara hroll við að skrifa þessu orð… Þvílíkt bull!!

Þær aðferðir sem er verið að nota við þennan hefðbundna landbúnað eru bara ekkert svo svakalega hefðbundnar – ekki eru margir með….nokkrar beljur, nokkrar hænur, og svo lömb í haga….

Mér sýnist þetta allt vera orðinn meira og minna verksmiðjubúskapur með þeim vélum og eiturefnum sem slíku vill fylgja. Ekkert hefðbundið við það. Hins vegar þegar orð eins og hefðbundinn landbúnaður er sett upp á móti orði eins og lífrænn landbúnaður, þá vill hugsanatengingin verða svona…

Hefðbundinn….eitthvað sem hefur alltaf verið….jákvætt…bóndi með belju..
Lífrænt…eitthvað nýtt….pöddur…dýrt…

Svona virkar hausinn á okkur bara.

En hann er líka þarna á herðunum á okkur til að kynna okkur málin en ekki láta mata okkur af einhverju sem á sér kannski litla stoð í raunveruleikanaum – nema þá þeirra sem hafa hag af því að fylla fólk öryggisleysi og ala á ótta í stað þess að stinga strax á það kýli sem er til staðar og má ekki undir nokkrum kringumstæðum láta grassera – en það er erfðabreytt ræktun. Þarna erum við að tala um alvöru matvælóöryggi sem felst í því að eitt fyrirtæki á orðið meira og minna allt sem fólk setur ofaní sig.

Á endanum mun það þá vera í þeirri einokunarstöðu að geta alfarið stjórnað verðinu og það hvað er ræktað.

Það er mikið verið að rækta maís nú orðið. Honum er svo umbreytt í alls kyns efni sem þið þekkjið undir öðrum heitum…og þekkjið ekki. Það er einfaldlega ódýrast og fljótlegast að rækta maís og það má fá flestar hitaeiningar miðað við sólarstundir út úr honum….Þetta er bara lítið dæmi – en eruð þið eitthvað að kveikja?
Ég vona það. Og að þið kynnið ykkur málið betur.

Það er nokkurn veginn maís í öllu sem er tilbúið og þið látið ofaní ykkur. Erfðabreyttur maís.

Hvet ykkur til að kynna ykkur þetta mál áður en þið lesið staf meira um matvælaöryggi.
Ef við fáum það yfir okkur líka – þá fyrst getið þið farið að óttast alvöru matvælakreppu og enn meiri fábreytni.

Svo er hérna mynd Soylent green sem þið ættuð að verða ykkur út um og horfa á í góðu tómi.
Skemmtileg gömul sci-fi mynd…um hvað? Nú…matvælaöryggi! Hvað annað!

Verði ykkur að góðu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s