Uxahalasúpa með bláberjum, sultu og ýmsu fleira góðgæti:)

Var með uxahalasúpu í kvöld – nokkuð sem er ekki oft á borðum hér, enda ekki hlaupið að því að finna uxahala í verslunum. Fann hins vegar nokkra slíka í Kolaportinu í dag…þar var líka nautamagi, svínamagi…og ýmislegt fleira sem mig langaði einhvern veginn ekki jafn mikið í… Nældi mér í 2,2, kíló og greiddi…

Risotto með lerkisveppum og beikoni

Hér kemur uppskrift að ótrúlega góðu risottoi – með íslenskum, nýtíndum lerkisveppum. Er reyndar ekki búin að ná að fara í sveppatínslu…en ég fékk þess á Lækjartorgi hjá honum Ara sem er með græmetissöluna þar. Ótrúlega þægilegt að geta brugðið sér í sveppatínslu og berjamó á Lækjartorgi! Þurrkuðu sveppina átti ég svo síðan í fyrra….