Risotto með lerkisveppum og beikoni

Hér kemur uppskrift að ótrúlega góðu risottoi – með íslenskum, nýtíndum lerkisveppum.

Er reyndar ekki búin að ná að fara í sveppatínslu…en ég fékk þess á Lækjartorgi hjá honum Ara sem er með græmetissöluna þar. Ótrúlega þægilegt að geta brugðið sér í sveppatínslu og berjamó á Lækjartorgi! Þurrkuðu sveppina átti ég svo síðan í fyrra.

500 gr risottogrjón

1 líter vatn
3 kjúklingateningar

200 gr lerkisveppir
30 gr þurrkaðir lerkisveppir+smá vatn til að bleyta í þeim

150 gr beikon
2 stór hvítlauksrif

100-150 gr smjör
100-150 ml rjómi
100 gr parmesanostur
100 ml hvítvín

Handfylli ferskt timian

Maldonsalt og svartur pipar ef vill.
(Bæði beikonið og parmesaninn er reyndar frekar salt, þannig að það er ágætt að bíða með að salta…)

Þurrkuðu sveppirnir eru settir í smávegis af sjóðandi vatni(þannig að fljóti yfir) og þeim leyft að liggja meðan risottoið fær að malla.

Fersku sveppirnir skornir gróft og þeir steiktir úr sirka 50 gr af smjöri á stórri pönnu.
Hvítlaukurinn er saxaður smátt og honum bætt á pönnuna.

Sveppirnir eru svo teknir af pönnunni og settir til hliðar.

Því næst er beikonið steikt á sömu pönnu og það svo sett til hliðar. Skorið smátt.

(pannan er aldrei þvegin á milli – þannig fá öll brögðin að njóta sín).

Risottogrjónin sett á pönnuna ásamt 100 gr af smjöri og þeim leyft að drekka smjörið vel í sig.
Þá er hvítvíninu hellt út á og grjónunum leyft að drekka það allt í sig.
Loks er vatninu af þurrkuðu sveppunum hellt útí og grjónunum leyft að drekka það í sig.

Vatnið og krafturinn sett saman í pott og hitað til að gera kraftinn.

Kraftinum er svo hellt rólega út í risottoið – bara eina ausu í einu – og grjónunum leyft að drekka hann allan í sig. Það gæti þurft meiri kraft eða minni – en það er ágætt að byrja á því að gera líter.

Þá eru þurrkuðu sveppirnir sem hafa legið í vatninu skornir smátt.

Þegar risottoið er til – orðið mjúkt en samt með smá biti – er sveppnunum(bæði steiktu og þurrkuðu), beikoninu, rjómanum, timianinu og parmesanostinum bætt útí.

Svartur malaður pipar yfir ef vill:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s