Uxahalasúpa með bláberjum, sultu og ýmsu fleira góðgæti:)

Var með uxahalasúpu í kvöld – nokkuð sem er ekki oft á borðum hér, enda ekki hlaupið að því að finna uxahala í verslunum. Fann hins vegar nokkra slíka í Kolaportinu í dag…þar var líka nautamagi, svínamagi…og ýmislegt fleira sem mig langaði einhvern veginn ekki jafn mikið í…

Nældi mér í 2,2, kíló og greiddi 1000 kall fyrir það.

Víða eru uxahalar dýr matur og þykja algjört lostæti – en greinilega ekki á Íslandi!

Hér kemur svo útkoman:)

2,2 kg uxahalar

5-6 vænir sellerístönglar
600 gr gulrætur
4 meðalstórir laukar
3-400 gr vel þroskaðir tómatar eða kirsuberjatómatar

3-4 msk tómatpúrra
500 ml hvítvín
3 l vatn
van sletta af balsamediki – sirka 50 ml
ólívuolía – til að brúna kjötið

3-4 lárviðarlauf
1 kanilstöng
vænt búnt af timían – með stilkum
3 teningar kjúklingakraftur

2 msk einiber – heil
2 msk kúmen – heilt
1 msk fennel – heil
(malað saman í morteli)

2 msk ribsberjasulta
maldon salt
hvítur pipar
svartur pipar

Bolli af bláberjum

Hveiti og smjör – til að þykkja súpuna (4-5 msk af hvoru um sig, blandað saman.)

Uxahalarnir bútaðir niður og hreinsaðir aðeins – það er að segja, mesta fitan og sinarnar skornar af. Það þarf að hafa frekar beittann hníf í þetta verk…og svo exi til að höggva þá…og svo þarf að passa puttana!

Halarnir eru saltaðir og pipraðir. Stór pottur hitaður og smá olíu hellt í hann.
Uxahölunum skellt út í pottinn og þeir brúnaðir vel á öllum hliðum.

Grænmetið skorið – frekar gróft bara eða eins og hver og einn vill. Ágætt að finna aðeins fyrir því í súpunni samt.

Uxahalarnir teknir uppúr pottinum þegar þeir hafa brúnast og grænmetið sett útí pottinn.

Grænmetið brúnað aðeins – eða glærað réttara sagt.
Þá er hvítvíninu hellt útí og reynt að skrapa aðeins “bragðið” upp úr botninum á pönnunni.

Síðan fer tómatpúrran útí þetta og loks kjötið aftur útí.

Og svo bara restin af hráefnunum…svona smátt og smátt:)

Þegar þetta hefur mallað…og mallað…og mallað…er smjöri og hveiti blandað saman í jöfnum hlutföllum og súpan þykkt.

Meirihlutinn af hráefnunum lenti þarna útí af því þau voru til einhvern veginn…
Bláberin voru að þvælast fyrir mér…og það var smá sletta eftir af balsamiki….
Hefði getað notað rauðvín – ef það hefði verið til…jafnvel hefði koníakssletta passað útí…
Og ribsgelið…það var þarna líka að þvælast. Alltaf gott að eiga það í sósur og nú líka súpur:)

Aðalatriðið er að leyfa þessu að malla nógu lengi.
Var með þetta á lágum hita í 3 tíma eftir að allt var komið útí.

Súpan varð ótrúlega bragðmikil og góð. Algjör vetrarsúpa.
Ekki spurning að ég á eftir að fara og ná mér í fleiri uxahala fljótlega…ef þeir verða þá ekki allir búnir. Held að ég leggi ekki í magana samt…..

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s