Mjólkaðar möndlur og meinlætalegar súkkulaðismákökur

Var að mjólka möndlur í dag – það er að segja að laga möndlumjólk.

Það er frekar einfalt og það besta sem ég fæ í alls kyns sjeika.

Til dæmis eru frosnir bananar, möndlumjólk og smávegis af hlynsírópi blandað saman í blandara alveg næsti bær við ís…. Best að frysta bananana í sneiðum þegar þeir eru vel þroskaðir, og eiga þannig til í alls kyns sjeika…og ís!!

Ég var með möndlur með hýði, en það má vel nota afhýddar – bara ekki saltaðar eða ristaðar.

Setti þær í skál og hellti vel volgu vatni yfir….svona 40 gráðu heitu.
Leyfði því að standa í smástund og náði þannig hýðinu af möndlunum.

Síðan setti ég möndlurnar í blandarann ásamt vatni og einni vanillustöng.
Ætli þetta hafi ekki verið svona 200 gr af möndlum og kannski 600-800 ml af vatni.
Hlutföllin eru ekkert heilög – þess meira vatn, þess þynnri mjólk…
Um að gera að prófa bara hvað hentar manni.

Þessu er svo hellt í sigti með klút yfir og leyft að leka niður.
Síðan er kreist eins mikið af vökvanum og hægt er úr möndlunum.

Hratið setti ég svo í ofn í smástund til að þurrka það og fékk þetta fína möndlumjöl…
Algjör óþarfi að henda svona fínu möndlumjöli…þannig að ég ákvað að baka smákökur í hollari kantinum…

Þessu blandaði ég saman í skál:

150 gr möndlumjöl
100 gr gróft spelt
100 gr hrásykur
100 gr gróft haframjöl
50 gr dökkt kakó
70 gr kókosolía – brædd í potti
2 tsk lyftiduft
2 egg

Setti allt saman í skál og gerði svo kúlur úr því.
Setti þær á pappírsklædda plötu og flatti aðeins út.

Það má svo sem alveg setja meiri sykur ef maður vill….mér fannst þetta samt alveg mátulegt.

Inn í ofn…svona 170 gráður…í nokkrar mínútur….kannski 4-5 mín. Fer eftir stærð.

Eina sem þarf að passa er að hafa þær ekki of lengi þannig að þær brenni ekki.

Einfalt, gott og ekkert alltof óhollt:)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s