Hér kemur mjög einfalt KRYDDBRAUÐ sem ég henti í áðan.
100 gr fínt spelt
100 gr gróft spelt
25 gr hveitiklíð
25 gr hveitikím
100 gr hrásykur
2 tsk lyftiduft
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk kardimommur
1 tsk allrahanda
200 gr eplamauk
250 gr AB mjólk
60 kókosolía-brædd
Öllu sullað saman í skál og svo í mátulega stórt form eða fat.
Var með ferkantað form, en það má vera hvernig sem er.
Stráði smá hrásykri yfir líka til að gera það fallegra.
Inn í ofn – 180 gráður.
Tók ekki tímann – sirka 30 mínútur.
Þið sjáið þegar það er til – bara koma við það og ef það er eins og kaka en ekki deig, þá er það tilbúið:) Má líka alveg vera smá klesst. Ekkert verra þannig.
Og svo OFURPÖNNSUR…..
Þessar voru ótrúlega léttar og “fluffy” einhvern veginn.
Náðist því miður ekki mynd af þeim – hurfu ansi fljótt ofaní tvo hungraða drengi sem sitja nú í stofunni með risastórt Legó sem þeir eru að koma saman….
100 gr gróft spelt
100 gr fínt spelt
25 gr hveitikím
25 gr hveitiklíð
50 gr hrásykur
2 tsk lyftiduft
200 gr AB mjólk
2 egg
100 gr eplamauk
50-100 gr mjólk
50 kókosolía – brædd
Þurrefnin saman í skál og svo blautefnin þar útí.
Steikt á pönnukökupönnu uppúr kókosolíu.
Setti þær á pönnuna með matskeið – og steikti cirka 3 í einu.
Betra að hafa þessar bara litlar frekar en stórar.
Bornar fram með lífrænu hlynsírópi að sjálfsögðu…..