Hér kemur smá grein um Matreiðslukeppni bara og unglinga á Norðulöndum sem ég birti um daginn. Set hana inn aftur þar sem skammur tími er til stefnu!!
Þann 11.nóvember er norrænn loftlagsdagur.
Mig langar til að benda ykkur á matreiðslukeppni barna og unglinga á norðurlöndum, það er að segja keppni í því að búa til besta millibitann.
Ég veit ekki til þess að neinir íslenskir skólar séu búnir að skrá sig í keppnina. Það væri gaman að fá fréttir af því einhverjir slá til og ákveða að taka þátt:)
Það eru meira að segja verðlaun – 5000 kr danskar í hverjum flokki.
Þið getið lesið meira um það á þessari síðu hér.
Hér hafið þið svo meira um keppnina á íslensku.
Það er keppt í 3 flokkum – barna 5-9 ára, 10-14 ára og svo 15-20 ára.
Á síðunni er að finna leiðbeiningar fyrir kennara um það hvernig þeir geti aðstoðað nemendur sína við að útbúa besta “snakkið” eða millibitann. Uppskriftirnar eru svo sendar út og farið yfir þær. Loks eru þær sendar til dómara á Norðurlöndum – einn í hverju landi.
Ég mun sjá um að dæma fyrir Íslands hönd og hlakka mikið til að sjá hvað börnum á Norðurlöndum dettur í hug sem besta og umhverfisvænasta millibitann:)