Sítrónukjúklingur með tagliatelle

Þetta er ótrúlega góður réttur og einfaldur – en það er ekki hægt að segja að hann sé mjög hollur….

4 kjúklingabringur
safi úr 2 sítrónum
hellingur af smjöri….ég meina hellingur….
smá ólívuolía

svartur malaður pipar
maldon salt ( ef þarf )

Tagliatelle

Safinn úr sítrónunum kreistur yfir kjúklingabringurnar og þetta látið liggja í 15-20 mínútur.

Smávegis af ólívuolíu settur á pönnu ásamt svipuðu magni af smjöri.
Kjúklingabringurnar eru teknar úr safanum ( safinn geymdur ) og steiktar á pönnunni.

Eftir smástund er safanum bætt út á pönnuna og lokið sett á.
Leyft að malla á lágum til miðlungs hita þar til þær eru tibúnar.

Þá eru þær teknar af pönnunni og haldið heitum.

Pannan sett á hæsta hita, þar til um það bil helmingurinn af vökvanum er gufaður upp.
Þá er slökkt undir pönnunni.

Þá er komið að því að þykkja sósuna – það er gert með köldu smjöri.

Það er ágætt að smakka sósuna bara til og bæta við salti ef þarf.
Það fer það mikið smjör í sósuna, að nema þú sért að nota ósaltað smjör, þarf líklega ekkert að salta hana.

Köldu smjöri er bætt útí vökvann smátt og smátt í litlum teningum,
og passað að hræra vel ( þannig að smjörið skilji sig ekki).
Þegar sósan hefur þykknað, er bringunum bætt aftur útí.

Á meðan allt þetta er að gerast, er tagliatelle soðið.

Nýmalaður svartur pipar yfir…og rétturinn er klár.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s