Ótrúlega “djúsí” jarðarberjakaka með vanillurjóma

This slideshow requires JavaScript.

Þessi varð alveg ótrúlega sæt og safarík.

Var svo heppin að eiga frosin íslensk jarðarber síðan í sumar, en eflaust má nota hvaða frosin jarðarber sem er. Þess bragðmeiri sem berin eru – þess bragðmeiri verður kakan.

200 gr smjör
200 gr sykur
Vanilludropar – 3 – 4 tsk

Kremað saman í skál með písk eða handþeytara

3 egg

Eggin sett útí sykurinn/smjörið – eitt í einu og hrært vel á milli.

500 gr frosin jarðarber
200 sykur

Sett saman í pott og leyft að malla aðeins þar til jarðarberin eru komin í hálfgerðan graut.
Tekur svona 10 mínútur sirka. Þá er þetta sett í matvinnsluvél og maukað.

Þessu er síðan blandað útí smjörið/sykurinn/eggin og hrært vel saman við.

550 gr hveiti
2 tsk lyftiduft

Hveitið og lyftiduftið sigtað saman í skál, og því svo bætt saman við deigið í 3 skömmtum.
Hrært saman við með sleif.

Fersk jarðarber – 200 grömm

Síðan eru fersk jarðarber sett ofaná.
Notaði 200 grömm, en það má alveg vera meira ef fólk vill.
Stráði svo smávegis af sykri yfir áður en þetta fór inn í ofn.

Sett í smurt form eða eldfast mót og bakað við 180 gráður í 40 – 50 mínútur.

Þegar kakan hefur kólnað aðeins, er fallegt að strá smá flórsykri yfir.

Gott að bera fram með rjóma, sem þeyttur hefur verið með smávegis af flórsykri og vanillu.

Ég skrifa þarna vanillidropa, en það sem er enn betra að gera er að gera sína eigin.
Ég nota mikið af vanillu – vanillustöngum það er að segja.
Þegar ég er búin að skafa innan úr þeim og nota kornin sem úr þeim koma,
sting ég þeim í flösku og fylli upp með hreinum vodka.
Setti mynd af flöskunni góðu með, þannig að þið sjáið hvað ég á við:)

Algjörlega ómissandi að eiga í allan bakstur finnst mér og miklu betra en vanilludropar sem keyptir eru úti í búð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s