Roastbeef með sætri kartöflumús og sveppasósu

This slideshow requires JavaScript.

Nautainnralæri – 1,5 – 2 kg
2 laukar
3 – 4 hvílauksrif
Rósmarín greinar
Timían greinar

Ólívuolía
Maldonsalt
Nýmalaður hvítur pipar

Ég nuddaði kjötið með smá ólívuolíu og kryddaði það svo með maldonsalti og nýmöluðum hvítum pipar.

Það skiptir máli að nota gott krydd – ekki þurrt og gamalt.
Einu kryddin sem ég nota liggur við nú orðið, eru kryddin frá Sonnentor eða önnur góð krydd sem ég kaupi yfirleitt á ferðalögum.

Síðan skar ég laukana í tvennt og setti í fat ásamt heilum hvítlauksrifjum, rósmarín og timíangreinum. Setti svo rósmarín og timíangreinar ofaná kjötið og svo inn í ofn.

Ég eldaði þetta stykki – sem var um 2 kíló – við 150 gráður í svona…2 tíma.

Ég er reyndar dálítið léleg í að taka tímann þegar ég er að elda.
Finn það yfirleitt bara einhvern veginn á mér að maturinn sé til – er ekkert að hugsa um hann þangað til – tékka bara ef ég er í vafa.
Hef aldrei skilið hvernig fólk nennir að nota kjöthitamæla. Það eru miklu betri aðferðir til, sem krefjast ekki þess að fólk róti í skúffum í leit að kjöthitamælunum sínum!

Þú ýtir bara í kjötið og ef það er stíft en “skoppar aðeins tilbaka”…( veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta betur…jæja…) þá er það tilbúið. Ef þú vilt hafa það betur steikt, þá eldarðu það bara lengur…þar til það “skoppar minna tilbaka”….( vona að einhver skilji þessa útskýringu!)

Eina sem þarf að passa er að elda roastbeef ekki of mikið – fyrir mig er þetta passleg eldun.

Svo þarf að passa að hvíla það vel áður en það er skorið – í alveg 15 – 20 mínútur helst undir álpappír, svo það haldist heitt.

Á meðan er hægt að klára sósuna…sem er einföld.

250 gr sveppir
2 – 3 msk smjör
250 ml rjómi
1/2 – 1 kjötteningur
3 – 4 msk rifsgel
væn sletta af rauðvíni
timían
hvítur nýmalaður pipar
maldonsalt

Sveppirnir skornir og steiktir úr smjörinu á háum hita.
Rauðvíninu bætt útí og vökvanum leyft að gufa aðeins upp.
Þá er rjómanum bætt útí, síðan ribsgelinu, timíaninu og kraftinum.

Leyft að malla saman þar til sósan þykknar.
Smökkuð til með salti og pipar.

Sætu kartöflurnar eru soðnar og síðan stappaðar með gaffli.
Smá smjöri, maldonsalti og bætt saman við eftir smekk hvers og eins.

2 Comments Add yours

  1. Pétur says:

    Á hvaða stillingu ertu með ofninn á í svona “eldun” ? Takk :)

    Like

    1. Sigurveig says:

      Þetta hef ég haft á 150 gráðum í sirka 2 tíma. Og líklegast hækkað aðeins undir lok tímans. Stundum set ég það líka aðeins á pönnuna til að loka því áður en ég set það í ofninn. Sérstaklega ef stykkið er óreglulegt í laginu eða frekar þykkt. Það flýtir aðeins fyrir:) Það má gera þetta á hvorn veginn sem er – bara fylgjast með og passa að leyfa því að hvíla sig vel áður en það er skorið.

      Like

Leave a comment