Einfaldir snúðar með allskonar fyllingu

This slideshow requires JavaScript.

Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þessa – Þetta er miklu meira en bara kanilsníðar. Vissulega er kanill þarna, en það er allskonar fleira góðgæti – pistasíur, kardimommur, döðlur, trönuber – meira að segja hnetursmjör.

Það má einfaldlega gera þá alla eins, eða setja bara það sem manni finnst gott.
Getur ekki klikkað:)

150 gr hveiti
150 gr heilhveiti
2 msk þurrger
2 msk hunang
300 – 400 ml volgt vatn

Svo leyfði ég þessu að hefa sig nálægt heitum miðstöðvarofni í sirka hálftíma, eða þar til deigið hefur stækkað um allavega helming.

Ég er stundum dálítið óþolinmóð með að láta deig hefast – þá set ég bara nóg af dagblöðum á miðstöðvarofninn – stilli ofninn á svona 3 og set skálina þar ofaná;)

Þar næst hnoðaði ég þetta vel, og bætti við hveiti og heilhveiti þar til þetta losnaði auðveldlega frá borði.
Það hafa farið um 150 gr af mjöli í viðbót í deigið.

Svo flatti ég deigið út ( bara svona eins og ég væri að gera pizzadeig – álíka þykkt, en samt lengra og mjórra ), bætti við fyllingu og rúllaði svo upp í lengjur. Það er best að dreifa fyllingunni bara vel yfir allt – hafa ekki of mikið af henni, og rúlla þessu svo upp á lengdina.

Það má auðveldlega breyta þessu bara í kanilsnúða, en ég vildi hafa smá fjölbreytni.

Ég átti til vanillusíróp síðan um daginn, en það má vel nota bara hunang.
Eða hunang og hrásykur saman – það er líka gott:)

Ein tegundin var með:

Vanillusírópi
Pistasíum
Kanil
Kardimommum

Önnur var með:

Hunangi og döðlum

Sú þriðja með:

Vanillusírópi og þurrkuðum trönuberjum

Og loks sú fjórða:

Með hnetusmjöri og hunangi.

Það má fylla þetta með hverju sem er þannig séð – um að gera að gefa ímyndurnaraflinu lausan tauminn.

Síðan smurði ég eldfast form með smjöri, skar lengjurnar í sneiðar og setti í formið.

Þessu leyfði ég að hefast í aðrar 30 mínútur.

Yfir þetta hellti ég um 50 – 60 grömmum af bræddu smjöri og einhverju af vanillusírópi.

Þetta fór svo inn í ofn – 190 – 200 gráður í um 45 mínútur.

One Comment Add yours

  1. Áslaug Ragnars says:

    Girnilegt! Annars er ég með hugmynd handa þér, Sigurveig. Set hana ekki á Netið. Hringdu í mig þegar þú hefur tíma. Áslaug

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s