Súkkulaðisjeik sem er góður fyrir hjartað:)

1 lítið avókadó
1 lítill banani
150 ml kókosvatn
1 tsk hrátt kakóduft
1/2 tsk acai duft

Allt sett saman í blandara….vúmm vúmm vúmm….tilbúið:)

Avókadóið og bananinn þurfa að vera vel þroskuð til að þetta komi vel út.

Algjört sælgæti – eiginlega eins og þykkur súkkulaðisjeik, nema mun hollara.

Hér kemur smávegis um hollustuna í þessum sjeik. Listinn er ALLS EKKI tæmandi!

Bananar eru fullir af pótasíum, sem er talið lækka blóðþrýsting.
Eins eru þeir fullir af B-6 vítamíni sem er meðal annars talið hafa góð áhrif á hjartað.

Avókadó er einnig ríkt af pótasíum, jafnframt því að innihalda mikið af góðum fitusýrum, t.d.omega 3 fitursýrur. Það er því líka gott fyrir hjartað, jafnframt því að hafa góð áhrif á blóðsykurinn.

Kakóduftið og acaiberjaduftið eru full af andoxunarefnum – fyrir utan að vera góð á bragðið!

Það er sem sé óhætt að fá sér þennan súkkulaðisjeik oft:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s