Kakókaka m/valhnetum

Þessi kom úr ofninum hérna áðan.

Aldrei þessu vant var ekki til neitt súkkulaði!!
Og mig langaði í svoleiðis…

En það var til kakó, þannig að ég ákvað að láta það duga í þetta sinn.

180 gr valhnetur
120 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
150 gr sykur

3 egg
200 ml mjólk
dash af vanilludropum

100 gr brætt smjör

Ég setti valhneturnar í matvinnsluvélina og malaði þær nokkuð fínt – samt ekki alveg í mjöl.
Blandaði þeim svo saman við þurrefnin.

Egg, mjólk og vanilludropar fóru saman í skál – og svo var þeim bætt útí þurrefnin.

Að lokum fór brædda smjörið saman við restina.

Sett í form og bakað við 180 gráður þar til tilbúið – svona 30-40 mínútur.

Síðan blandaði ég saman svipuðu magni af flórsykri og kakói, bleytti aðeins í því með köldu vatni og setti ofaná kökuna.

Kom bara vel út:)

Allavega mjög fljótleg “redding” í súkkulaðileysi!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s