Mjög fljótlegt – sérstaklega þegar lítið er til í ísskápnum og maður nenni ekki út í búð!
Átti reyndar 1 túnfisksteik í frystinum sem ég hafði með – en ein og sér hefði hún ekki dugað sem kvöldmatur fyrir fjölskylduna…
Sósan hefði svo sem verið ágæt bara ein og sér með pastanu, eða bara með túnfisk í dós!
2 laukar
1 rauð paprika
1 sellerístilkur
1/2 hvítlaukur
2-3 msk ólívuolía
2 dósir kirsuberjatómatar
2 msk tómatpúrra
1 teningur grænmetiskraftur
1 tengingur kjúklingakraftur
1 msk oregano
100 ml vatn
nýmalaður hvítur pipar
maldonsalt
ferskur parmesan – rifinn
Laukur, paprika, sellerí og hvítlaukur skorið smátt.
Sett á pönnu ásamt smávegis af ólívuolíu og ögn af maldonsalti.
Leyft að linast aðeins.
Þá er tómötum, tómatpúrru, tengingum, kryddum og vatni bætt saman við.
Leyft að malla dágóða stund á vægum hita.
Pastað soðið – túnfiskurinn steiktur á pönnu og svo allt sett saman ásamt nýrifnum parmesan.
Einfalt og gott:)