3 rauðlaukar
3 rauðrófur
5-6 msk ólíuvolía
5-6 msk balsamedik
1 tsk maldonsalt
1 dós smjörbaunir
Rifinn parmesan
Soðið pasta
Skerið rauðlaukinn og rauðrófurnar í báta og veltið uppúr ólívuolíu, balsamediki og maldonsalti.
Sett í ofn við 180-190 gráður þar til orðið “lint”. Tekur smá tíma – alveg klukkutíma allavega, en er vel þees virði.
Pastað soðið og síðan er öllu nema parmesan blandað saman.
Rifinn parmesan yfir.
Tibúið:)
Frekar einfalt, ódýrt og hollt en alveg svakalega gott.
Eins má nota rauðrófurnar og rauðlaukinn sem meðlæti með
nokkurn veginn hverju sem er.
Líka ótrúlega gott bara eitt og sér.