50 gr smjör
75 gr shallotlaukur – smátt skorinn
150 gr portobellosveppir – skornar frekar smátt
200 gr spínat – skorið frekar smátt
timían
hvítur pipar
maldonsalt
75 gr parmesan – 50 gr í sósuna og restin yfir allt áður en fer inn í ofn
200 ml rjómi
100 gr rjómaostur
1/2 tengingur kjúklingakraftur – helst lífrænn
Nokkrir dropar af truffluolíu
250 gr pasta ( vigtað ósoðið ) -t.d.tagliatelle
Pastað soðið.
Smjör, shallotlaukur og portobellosveppir sett á pönnuna og leyft að malla aðeins.
Þá er spínatinu bætt útí ásamt rjómanum, 50 gr af parmesan, rjómaosti og kjúklingakraftinum.
Leyft að malla smávegis – þar til osturinn er bráðnaður og sósan hefur þykknað.
Loks er slökkt undir og truffluolíunni bætt útí.
Blandað saman við pastað og allt sett í smurt eldfast mót.
Parmesan ofaná og inn í ofn við frekar háan hita – 190-200 gráður – þar til osturinn er gullinn.
Tilbúið:)
Eldadi thennan rétt í gær fyrir okkur hjónin, thvílíkt gógæti er lengi sídan vid höfum smakkad. Fær 5 stjörnur :)
LikeLike
Frábært að heyra það:)! Þarf að henda inn við tækifæri uppskriftinni minni að portobellopate. Það er alveg ótrúlega gott – og einfalt. Gefur “venjulegu” pate-i ekkert eftir ef ég á að segja eins og er.
LikeLike