Það verður að játast að það er frekar kalt úti akkúrat núna.
10 stiga frost skilst mér, en ég er viss um að það er miklu kaldara…
Þessi lauksúpa ætti að ná hrollinum úr flestum:)
6 laukar – mjög fínt sneiddir
50 ml ólívuolía
50 gr smjör
1 tsk maldonsalt
2 lárviðarlauf
300 ml rauðvín
100 ml púrtvín
3 msk sykur
1/2 tsk negull
2-3 msk hveiti
700 ml vatn
2 teningar nautakraftur
maldonsalt
hvítur pipar
svartur pipar
Snittubrauð
Rifinn ostur
Laukurinn er sneiddur mjög fínt – langsum.
Settur í pott ásamt ólíuolíu, smjöri, 1 tsk af maldonsalti og 2 lárviðarlaufum.
Látinn malla í 25-30 mínútur á lágum hita þar til hann er orðinn alveg mjúkur.
Þá er rauðvíninu og púrtvíninu bætt útí ásamt sykrinum og negulnum.
Látið malla í 20 – 30 mínútur eða þar til mestallur vökvinn er gufaður upp.
( á meðan þetta er að gerast, er ágætt að setja brauðið í ofninn – sjá hér fyrir neðan ).
Þá er hveitinu bætt útí, það látið þekja allt og loks er vatninu og kraftinum bætt saman við.
Suðan látin koma upp og þessu leyft að sjóða í 2 – 3 mínútur þannig að súpan þykkni aðeins.
Kryddað til með salti og pipar.
Snittubrauð skorið í fremur þunnar sneiðar og sett í eldfast mót.
Rifinn ostur yfir – alveg hellingur….
Ég var með svartan gouda ( hægt að fá hann víða – osturinn með svarta vaxinu…)
Sett undir grillið í ofninum eða á hæsta hita.
Voila!!
Gratineruð lauksúpa sem hrekur jafnvel verstu kvefpestir á brott…..
Verði ykkur að góðu!
One Comment Add yours