Falafel að hætti hússins

This slideshow requires JavaScript.

Í gærkvöldi lagði ég kjúklingabaunir í bleyti og sauð þær svo áðan.
Ég var ekki búin að ákveða alveg hvað ég ætlaði að gera úr þeim, en falafel varð niðurstaðan.

Ég hef alltaf verið hrifin af falafel en mér finnst ekkert nauðsynlegt að troða því inn í pítubrauð eða vera með tahinisósu með þó svo vissulega sé það stundum gott.

Í kvöld notaði ég afganginn af lauksúpunni sem ég var með í gær til að gera lauksósu.

Það var eiginlega bara nóg í eina skál, sem hefði kannski ekki alveg dugað fyrir alla fjölskylduna!!
Svo finnst mér líka alveg ferlega leiðilegt að henda mat – það er miklu skemmtilegra að reyna að koma afgöngum ofan í heimafólk með því að dulbúa þá aðeins og færa í nýjan búning…

Ég bætti smá rjóma og örlitlu balsamediki útí pottinn og leyfði þessu að bullsjóða þar til súpan varð að sósu.
Gæti ekki verið einfaldara;)

Og soðnar rófur og gulrætur með.

Það var allt og sumt sem þurfti með falafelinu í þetta sinn.

Úr þessari uppskrift komu 20 bollur.
Það er nóg að reikna með 4 – 5 á mann, sérstaklega ef það eru hrísgrón með.

Sem sé, frekar ódýr og hollur kvöldmatur.

Mér finnst ekki gott að nota baunir úr dós í falafel.
Þær eru of blautar og verða frekar að mauki.

Ef þú sýður of mikið – annað hvort viljandi eða óvart – er lítið mál að setja þær í frysti og nota seinna.
Eða finna eitthvað fleira til að gera við þær.

Ég býst við að hér verði hummus á morgun;)

Falafel

500 gr soðnar kjúklingabaunir
1 laukur
2-3 hvítlauksrif
Fersk steinselja – handfylli
Ferskur kóríander – handfylli
safi úr 1/2 sítrónu

2 tsk kúmen
2 tsk kóríander
maldonsalt
hvítur pipar
1/2 tsk cayenne pipar

2 egg
8-10 msk fínt spelt

Ólívuolía

Laukurinn skorinn mjög smátt – eins hvítlaukurinn.
Sett í matvinnsluvél ásamt baununum, fersku kryddjurtunum og sítrónusafanum.

Það þarf að passa að þerra baunirnar vel áður en þær fara í matvinnsluvélina.

( Ekki mauka þetta alveg – farsið á að vera vera dálítið gróft ).

Sett í skál ásamt eggjunum, speltinu og kryddað til.

Formað í bollur og sett í kæli á amk 15 – 20 mínútur.

Steikt úr ólívuolíu.

Það má líka gera minni bollur – tilvalinn partímatur.

Eins má auðveldlega gera “borgara” úr þessu og stinga inn í hamborgarabrauð þess vegna með öllu tilheyrandi.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s