Kúrbítspönnsur

This slideshow requires JavaScript.

2 kúrbítar
1 msk sjávarsalt

1 laukur
2-3 hvítlauksrif

2 egg
6 – 8 msk fínt spelt
2 msk hveitikím
1 tsk vínsteinslyftiduft
2 – 3 msk mjólk

ferskur kóríander – handfylli
fersk steinselja – handfylli

1/2 tsk hvítur pipar eða eftir smekk

Ólívuolía

Kúrbíturinn rifinn á mandolíni eða grófu rifjárni og látinn liggja í skál með sjávarsalti í amk 30 mín.
Saltið dregur töluvert af vökvanum úr kúrbítnum.

Því næst er þessu hellt í gegnum sigti og reynt að kreista eins
mikið af vökvanum úr og hægt er og vökvanum svo hellt.

Laukurinn og hvítlaukurinn rifinn á rifjárni og bætt útí kúrbítinn.

Steinselja og kóríander söxuð smátt og bætt þar saman við.

Síðan er speltinu, vínsteinslyftiduftinu, hveitikíminu og eggjunum bætt saman við ásamt mjólkinni.

Það er misjafnt hvað þarf mikið af spelti – fer dálítið eftir því hversu mikill vökvi fór af kúrbítnum og eins eftir hvaða gerð af spelti er verið að nota eins og hversu fínt það er.
Það má alveg nota gróft spelt, en þá þarf líklega aðeins meira af því.

Piprað örlítið.
Það þarf ekkert að salta þetta meira – töluvert af saltinu er ennþá á kúrbítnum.

Þetta verður ekkert ólíkt frekar þykkum graut þegar þetta er allt komið saman í skál:)

Steikt á pönnu úr smávegis af ólívuolíu.

Epla – jógúrtsósa:

Sósuna gerði ég einfaldlega úr grískri jógúrt og ósætu eplamauki.
Blandaði því saman í svipuðum hlutföllum – 1 msk jógúrt á móti 1 msk af eplamauki.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s