Núðlusúpa með kjúkling – einfalt ráð við kvefi!!

Gleðilegt ár!!

Ég hef verið frekar löt að blogga uppá síðkastið, en er að komast í gang aftur…

Eins og margir/flestir, er ég með eitthvað smá kvef þessa dagana.
Ekkert alvarlegt en frekar pirrandi.
Þá eru dregin fram öll húsráð í bókinni og ný búin til – allt í þeirri von að ná að reka kvefið burt.

Þegar þetta er skrifað, leka tárin í stríðum straumum.
Það útskýrir þessa frekar lélegu mynd hjá mér…hóst hóst….
Er reyndar á leiðinni á ljósmyndanámskeið sem ég er búin að vera á í 2 kvöld ( 3ja og síðasta kvöldið í kvöld ) og ég vona að það síast eitthvað inn í þennan kvefaða haus, þannig að myndirnar fari batnandi.

Kryddaði súpuna dálítið vel í von um enn hraðari virkni!

1 laukur
1/2 púrrlaukur
1 rauð paprika
2 kjúklingabringur

1 rautt chilli
1/2 hvítlaukur ( 3 – 4 rif )
Vænn biti af ferskum engifer

1 dós kókosmjólk
4 – 500 ml vatn

1/2 – 1 tsk cayenne pipar
1/2 – 1 tsk chilliduft
1 teningur af kjúklingakrafti
1 tengingur af grænmetiskrafti

Ferskur kóríander.


Og svona gerist súpan…..

Laukurinn saxaður fremur smátt og settur í pott ásamt örlítilli ólívuolíu.
Leyft að malla aðeins á lágum til meðalhita þar til hann glærast.

Kjúklingabringurnar skornar í bita og settar í pottinn.
Chilli, hvítlaukur og engifer saxað smátt og bætt útí.

Eftir svona 2 – 3 mínútur er restinni af grænmetinu bætt saman við.

Kjúklingurinn á ekki að eldast í gegn á þessu stigi – heldur bara aðeins skipta lit.

Loks koma kryddin, vatnið, krafturinn og kókosmjólkin.

Það er misjafnt hversu sterkan fólk vill hafa matinn, þannig að það er ágætt að byrja á því að setja ekkert alltof mikið af kryddunum, heldur smakka til og bæta frekar meira útí undir lokin.

Leyft að malla aðeins þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

Þá er limesafanum bætt útí og vænni slettu af sojasósu.

Það skiptir ekki öllu hvernig þú skerð grænmetið eða kjúklinginn.
Aðalmálið er, að bitarnir séu passlega stórir til að það sé auðveldlega hægt að borða þá með skeið, gaffli eða prjónum – allt eftir því hvað hver vill.

Núðlurnar soðnar og settar í skál ásamt súpunni.
Það megar vera hvernig núðlur sem er – mér finnst gott að hafa eggjanúðlur í súpunni, en svo má líka nota hrísnúðlur eða einhverja aðra tegund.

Ferskur kóríander yfir:)

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s