BBQ risarækjur

Þar sem það var til hellingur af BBQ sósu hérna síðan ég gerði BBQ leggina….og ég vildi engan veginn henda henni… Hefði eflaust getað fryst hana, en ákvað að gera það ekki….Urðu til hérna BBQ rækjur. Var með hráar risarækjur sem ég skelfletti og leyfði svo að liggja í sósunni í sirka hálftíma, áður en…

BBQ leggir að hætti hússins:)

Kári fékk að ráða hvað væri í matinn í gær. Er voðalega sjaldan með kjúklingaleggi – vil heldur kaupa kjúklinginn bara í heilu og hluta hann sjálf. En allavega – stundum verður maður að leyfa öðrum að ráða:) Hann vildi sem sé fá… “svona BBQ leggi”. Held að barnið vilji bara að það komi sumar…

Túnfiskbollur með grænu chilli og maís

Stundum þarf að henda í eitthvað fljótlegt, eins og til dæmis nesti í skólann, og það er “ekkert til”!!! Ekkert sem virðist fljótlegt allavega. Lenti einmitt í þeirri aðstöðu í gærkvöldi og þá urðu til þessar túnfiskbollur. Á örugglega eftir að gera þær aftur og jafnvel bæta einhverju við eða breyta. Þetta var allavega það…

Makkarónur

Þessa dagana á makkarónubaksturinn hug minn allan. Það er ekki einfalt mál að baka þær og í bakstrinum felast heilmikil “vísindi”. Það er til dæmis ekki gott ( eiginlega bara ekki hægt! ) að baka þær í rigningu eða lægð, þannig að ég fylgist alveg sérstaklega vel með veðurspánni þessa dagana!!:) Og svo er gaman…

Nokkurs konar Reese´s….

Ef þér finnst Reese´s Peanut butter cups góðir, þá finnst þér þetta örugglega gott…. 200 gr dökkt súkkulaði 100 gr hnetusmjör Gæti ekki verið einfaldara – súkkulaði og hnetusmjör sett saman í skál og brætt yfir vatnsbaði. Sett í form. Kælt. Tilbúið. Borðað:) Ég var með silikonform til að baka í möffins, en það má…

Bakaður grjónagrautur….nammi namm….

250 gr aborio grjón ( eða önnur stuttkorna grjón ) 1 lítri mjólk 100 gr sykur 1 – 2 vanillustangir 4 eggjarauður Grjónin, mjólkin, sykurinn og vanillan sett í pott. Suðunni leyft að koma upp og svo er lækkað undir pottinum. Passið ykkur að hræra í pottinum við og við, þannig að það brenni ekki…

“Salat dagsins” er með….

…balsamikgljáðum rauðrófum, gulrótum og rauðlauk og ristuðum graskersfræjum…. Uppskrift?? Því ekki! 3 rauðbeður 2 rauðlaukar 7 gulrætur ( eða bara hvaða magn sem er – 7 rauðbeður og 3 gulrætur? Já já – það má alveg. Þetta er bara nákvæmlega það sem var til af þessu í ísskápnum hjá mér í þetta sinn: ) Skræla…

“Blákaka”

Þetta árið var “blákaka” hér á borðum í afmælisveislunni. Ekki rauð, ekki gul, ekki græn – heldur blá. Kári spurði mig hvort ég gæti alltaf bakað bláköku fyrir sig þegar hann ætti afmæli – líka þegar hann yrði stór. Að sjálfsagði samþykkti ég það. Ég ætla að vona að hann leyfi mér ennþá að baka…

Súkkulaðibitakökur…. nammi namm…

Því miður fáið þið ekki uppskriftina að þessum. Allavega ekki í dag. Kannski verð ég í góðu skapi seinna og set hana inn – sjáum til:) Ég er svo sem alveg í góðu skapi! Bara tími ekki að láta hana frá mér alveg strax. Sumar uppskriftir eru einhvern veginn þannig:) En eitt get ég sagt…