Súkkulaðikaka sem er góð fyrir hjartað…eða sálina…eða eitthvað…eða bara góð….

Þessi litla sæta kaka var að koma úr ofninum – gat ekki stillt mig um að kaupa þetta litla, hjartalaga form í Tiger í dag…. Núna get ég ekki ákveðið mig með það, hvort ég á að gefa sjúklingnum á heimilinu hana eða afmælisbarninu sem fæddist fyrir tæpum 10 árum og er hálf lasinn líka – þó ekki með flensu sem betur fer. Eða á ég kannski bara að borða hana sjálf??? Nei..ætli ég fari ekki inn með skeiðar og diska ( svona svo allir smitist ekki!) og við eigum hana bara saman….já…ég held að það sé best:)

Henti annars í eina eplaköku líka þannig að….

Eins og þið sjáið, þá læt ég kökurnar stundum kólna úti í gluggakistu.
Hefur engin horfið…hingað til….

Uppskriftin af henni er hérna í öðrum pósti. Þessi er allavega mjög svipuð þó svo ég hafi nú ekkert mælt sérstaklega í þetta sinn.

Í súkkulaðikökuna fór:

50 gr smjör
100 gr sykur
sletta af vanilludropum

(kremað saman í hrærivél þar til ljóst)

1 egg ( hrært vel saman við smjörið og sykurinn)

30 gr kakó
70 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
( hrært létt saman við smjör-sykur-eggjablöndun)

100 gr súkkulaði – í bitum ( hrært saman við deigið )

Bökuð við 180 – 190 gráður í 40 – 45 mínútur.

Má svo sem nota hvaða uppskrift eða aðferð sem er – best að baka bara dálítið með hjartanu og setja smá flórsykur ofaná;) Já og þeyta rjóma….ekkert betra en “þreyttur” vanillurjómi með súkkulaðiköku ( eða eplaköku ef út í það er farið…eða bara hvernig köku sem er!)

Jæja…farin að athuga hvernig hún smakkast!!
Nei…ég meina…gefa sjúklingnum og afmælisbarni morgundagsins hana….

P.S.smá “update”….hún VAR ótrúlega góð. Virkilega djúsí….
Gat ekki stillt mig um að taka eina mynd af henni í viðbót áður en hún kláraðist….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s