“Blákaka”

Þetta árið var “blákaka” hér á borðum í afmælisveislunni.
Ekki rauð, ekki gul, ekki græn – heldur blá.

Kári spurði mig hvort ég gæti alltaf bakað bláköku fyrir sig þegar hann ætti afmæli – líka þegar hann yrði stór. Að sjálfsagði samþykkti ég það. Ég ætla að vona að hann leyfi mér ennþá að baka bláköku þegar hann er verður…segjum…30 ára…. Ef ekki, þá mæti ég bara með hana samt!

Hún var reyndar fjólublá/bleik í fyrra – en mér skilst að héðan í frá verði kakan blá.

Persónulega, er ég mun hrifnari af kökum sem eru dálítið “frjálslegar” og ekkert alltof nákvæmar.
Sæi mig í anda dútla hérna við að setja sykurmassa eða “marsipan-ljósmyndir”( hvað heitir þetta annars?)
á kökuna.

Ég lærði það á sínum tíma – enda hluti af náminu ( ekki að setja myndir á kökuna, heldur bara að sulla með sykurmassa!), en ég fann fljótt að það var ekki eitthvað sem höfðaði til mín. Kannski í næsta lífi:)!!

Kakan í ár var þétt og góð. Hún var góð í gær, en hún er eiginlega enn betri í dag þegar hún er búin að vera í ísskápnum yfir nótt. Hún verður örugglega ennþá betri á morgun, en þá held ég að ég geti ekki meir… Hún var reyndar svo þétt og saðsöm, að mér datt í hug að hún gæti dugað sem einhvers konar “meal replacement”..haha… Ein örþunn flís og maður stendur á blístri.

Hér kemur uppskrift:)

8 egg
400 gr sykur
5 – 6 msk vanilluessens

700 gr dökkt súkkulaði
200 gr ósalt smjör

300 gr hveiti
300 gr möndlumjöl
150 gr dökkt kakó
5 gr salt

Egg, sykur og vanilla þeytt í hrærivél þar til létt og ljóst.
Súkkulaði og smjör brætt yfir vatnsbaði og síðan bætt útí eggjablönduna.
Hveiti, kakó, möndlumjöl og salt sigtað saman og síðan bætt útí eggja/súkkúlaðiblönduna.

Öllu skellt í 2 smurð og pappísrklædd kökuform og bakað við 170-180 gráður þar til tilbúið.
Tekur svona…45 – 50 mínútur. Tók ekki tímann svo nákvæmlega.
Það sést þegar hún er tilbúin – hún hættir að “gefa eftir” og fer að losna fá börmunum.

Ég tók hvern botn reyndar í tvennt þegar þeir voru orðnir kaldir, þannig að hún varð fjögurra hæða á endanum sem var ekki verra.

Í kremið fór…( og haldið ykkur nú…fullt af smjöri og sykri…)

Gerði það reyndar í tvennu lagi – þannig að þetta er tvöföld uppskrift.

Betra að gera bara helminginn í einu sem sé, nema þið séuð með risastóra hrærivél!

500 gr ósalt smjör ( frekar lint )
1,5 kg flórsykur
8 eggjarauður
100 ml rjómi
Hellingur af vanilluessens

Smjörið þeytt ljóst og létt í hrærivél og flórsykrinum bætt útí í nokkrum skömmtum.
Eggjarauðunum bætt útí einni í einu.
Síðan rjóminn og vanillan.

Loks slatti af “BLÁU”….eða bara hvaða lit sem er ( eða engum lit bara – kremið var alveg ljómandi fallegt a litinn áður en það varð blátt! ).

Annars virðist “dúkurinn” ætla að duga endalaust. Veit ekki hversu mörg afmæli hvíta rúllan úr Ikea hefur dugað hér. Lími hana bara með límbandi á borðið og svo geta allir sem vilja litað.

Í þetta sinn var farið í ratleik um bæinn, þrátt fyrir veður.
Það þurfti smá skipulagningu og aðstoð eldri frændsystkina en það gaf “fullorðna fólkinu” góðan tíma til að spjalla og ráðast á rækjusalatsskálina!

Styttan af Ingólfi Arnarsyni og styttan af Aþenu sem er hér við MR voru meðal annars nýttar í leiknum, sem og Pizza Pronto, þar sem allir fengu sér pizzu áður en allir héldu heim í bláköku.

Mæli annars STERKELGA með ratleik í afmælum – miklu skemmtilegra en að hafa alla óða inni við og ekkert erfitt að framkvæma, sérstaklega ekki ef maður fær góða aðstoð frá eldri frændsystkinum;)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s