Bakaður grjónagrautur….nammi namm….

This slideshow requires JavaScript.

250 gr aborio grjón ( eða önnur stuttkorna grjón )
1 lítri mjólk
100 gr sykur
1 – 2 vanillustangir

4 eggjarauður

Grjónin, mjólkin, sykurinn og vanillan sett í pott.
Suðunni leyft að koma upp og svo er lækkað undir pottinum.

Passið ykkur að hræra í pottinum við og við, þannig að það brenni ekki í botninn.
Ég geri þetta alltaf í frekar víðum potti, en það má eflaust notast við aðra.

Látið malla í 30 – 40 mínútur, eða þar til grjónin eru svona….”80% tilbúin”.
Sem sé, soðin en ekki fullsoðin – ennþá með smá “biti” í:)

Þá er slökkt undir pottinum og eggjarauðunum bætt saman við.
Passið bara að gera það dálítið hratt, þannig að þið endið ekki með eggjahræru fljótandi út um allan pott.

Sett í eldfast mót og bakað í vatnsbaði þar til þetta verður frekar “stíft”.

Það má vera lágt mót, hátt mót…bara hvernig eldfast mót sem er.
Bara þannig að það sé hægt að setja nægt vatn í annað eldfast mót eða djúpa ofnskúffu og að vatnið nái upp að miðju eldfasta mótinu ( þessu sem grjónagrauturinn er í;) …. Svakalega hljómar þetta eitthvað flókið…haha…en er samt svo einfalt.
Jæja….Það er allavega mynd hér fyrir ofan sem ætti að skýra þetta betur:)

Svo fer bökunartíminn bara eftir því hversu hátt eða lágt formið er.

Ég setti þetta á 170 gráður í sirka 40 mínútur. Tók þetta út þegar það var orðið stíft viðkomu.

Svo má líka setja smávegis af demerara sykri ofaná áður en þetta fer inn í ofninn til að fá stökka skorpu ef maður vill, en það er samt algjör óþarfi. Þetta er alveg nógu sætt og gott svona:)

Eða bera fram með góðri sósu…til dæmis kirsuberjasósu….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s