“Salat dagsins” er með….

…balsamikgljáðum rauðrófum, gulrótum og rauðlauk og ristuðum graskersfræjum….

Uppskrift?? Því ekki!

3 rauðbeður
2 rauðlaukar
7 gulrætur

( eða bara hvaða magn sem er – 7 rauðbeður og 3 gulrætur? Já já – það má alveg. Þetta er bara nákvæmlega það sem var til af þessu í ísskápnum hjá mér í þetta sinn: )

Skræla og skera – setja í eldfast mót – sletta fullt af balsamediki og ólívuolíu – salta og pipra með maldonsalti og nýmöluðum svörtum pipar – inn í ofn við 190 gráður í 45 – 50 mínútur, eða þar til fulleldað en samt ekki maukað.

1 haus lambhagasalat – þvegið, tætt og sett í skál.

Allt sett saman…og örlítið meiri ólívuolía og balsamedik sett útí ef þarf.

Yfir þetta fara svo ristuð graskersfræ..

Tilbúið:)

Nammi nammi namm….Þetta var ótrúlega létt og gott og akkúrat það sem ég var í stuði fyrir.

Núna get ég varla beðið eftir grjónagrautnum sem mallar hér í ofninum….

Meira um hann síðar:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s