Stundum þarf að henda í eitthvað fljótlegt, eins og til dæmis nesti í skólann, og það er “ekkert til”!!!
Ekkert sem virðist fljótlegt allavega.
Lenti einmitt í þeirri aðstöðu í gærkvöldi og þá urðu til þessar túnfiskbollur.
Á örugglega eftir að gera þær aftur og jafnvel bæta einhverju við eða breyta.
Þetta var allavega það sem var til í gær ( minnir mig á…þarf að skreppa útí búð….!)
Ég leit inn í ísskáp og svo inn í skáp….túnfiskur, brauðraspur, laukur, chilli….og þarna leyndist dós af maísbaunum líka…..
2 dósir túnfkiskur ( í vatni )
1 stór dós maísbaunir
2 grænir chilli
1/2 laukur
100 – 150 gr fínn brauðraspur
2 egg
1 tsk cayenne pipar
maldonsalt
hvítur pipar
Túnfiskur og maísbaunir í skál ( vatnið tekið af áður, að sjálfsögðu ).
Laukurinn rifinn á útí rifjárni.
( veit fátt verra en hráan lauk í miðjum bollum og ekki nennti ég að byrja á því að steikja hann. Þá er ágætt að rífa hann bara útí á rifjárni ).
Græna chilli-ið smátt saxað og bætt útí ásamt kryddunum.
Eggjunum bætt saman við og loks brauðraspinum.
Gæti þurft meiri eða minni rasp – bara eftir því hversu blautt deigið er.
Svo er þetta bara formað í bollur, velt upp úr meira raspi og steikt á pönnu.
Út úr þessari uppskrift komu 9 stórar bollur, sem dugar vel fyrir 3.
Segi nú ekki ef það væri eitthvað meira með þeim eins og til dæmis hrísgjrón og salat.
Hins vegar voru þær alveg ljómandi góðar svona einar og sér, með smávegis af heimagerðri kokteilsósu.
Það einfaldasta í heimi er að gera góða kokteilsósu.
Það er best að nota góða, lífræna tómatsósu ( ber hana ekki saman við “venjulega” – allt annar hlutur einhvern veginn ), sýrðan rjóma, smá cayenne pipar, maldonsalt, hvítur pipar og loks smávegis af sítrónusafa. Já..og ögn af sykri til að rífa upp tómatbragðið. Svo blandar bara hver og einn eftir sínum smekk:)
En allavega – fjótlegar túnfiskbollur! Verði ykkur að góðu:)
Takk fyrir mig! alveg frábær síða hjá þér. Ég mun klárlega fylgjast með þér hérna í framtíðinni :)
LikeLike