Ofnbakaður ananas með kanil og rommi

Þetta varð alveg ótrúlega safaríkur og góður eftirréttur. Og einfaldur;) Bara skera utan af ananasinum og taka harða kjarnann úr. Hann er ágætur í djúsvélina ef þið eruð með svoleiðis. Sett í eldfast mót, smá hrásykri, slettu og dökku rommi og pínu kanil skellt yfir og inn í ofninn. Aðalatriðið hér er að elda þetta…

Heilsteikt nauta prime-ribs

Þar sem ég átti von á nokkrum svöngum úlfum í mat, ákvað ég að heilsteikja kjötið í stað þess að standa við pönnuna og steikja það. Ég tímdi heldur ekki að fara að búta þetta fallega kjötstykki sem ég fann í Kjöthöllinni niður í litla bita. Það var bara svo fallega fitusprengt að það kallaði…

Kjúklingabaunasalat – einfalt, fljótlegt og umfram allt gott!!

Ég veit eiginlega ekki af hverju þær heita “kjúklingabaunir”. Voðalega fátt sem minnir á kjúkling, en allavega…. Sýð stundum helling og sting í frystinn til að eiga út í rétti eða til að gera fljótlegan hummus. Vandamálið við að sjóða kjúklingabaunir og í raun allar frekar stórar baunir, er að ná þeim vel mjúkum. Hér…

Túnfiskur með kartöflum og rjómalagaðri púrru

Stundum er ágætt að flækja hlutina ekkert of mikið. Túnfiskur með kartöflum og rjómalagaðri púrru. Sem er kannski aðalatriðið í þessum pósti. Held að hugsanlega sé ekki hægt að finna einfaldara meðlæti. Skerið púrruna frekar þunnt – passið bara að hafa hana alla í svipaðri stærð þannig að hún eldist jafnt. Sett í pott með…

Samloka með kjúkling, beikoni, vatnakarsa og ofnbökuðum tómötum

Einfalt og gott… Kjúklingur í ofn ( eða nota afganga frá deginum áður ), örlítið beikon, pínu majónes,smá vatnakarsi ( eða salat – oft erfitt að finna vatnakarsann í verslunum ) og svo tómatarnir. Mér finnst gott að elda tómatana hægt og rólega í ofni og leyfa þeim að “karamelliserast” ( já…hvað sem það aftur…

Salat með risarækjum og þistilhjörtum

Ok…er þetta uppskrift? Kannski ekki – ekki flókin allavega! Kannski frekar bara samsetning. Rækjurnar steikti ég reyndar á pönnu með ólívuolíu, maldonsalti, cayennepipar og kreisti svo smá lime útá fyrir rest. Það var í raun nóg að nota það sem “salatdressingu”, enda ótrúlega gott. Mér finnst betra að kaupa bara hráar rækjur og elda þær…

Haframjólk með kanil

Ákvað að prófa að gera smá haframjólk hér áðan. (Fann reyndar ekki spenana á höfrunum frekar en á möndlunum þegar ég gerði möndlumjólkina, þannig að ég lagði hafrana bara í bleyti…:) Bjóst ekki við að hún yrði eins og góð og raun bar vitni. Finnst hafrar reyndar mjög góðir og hafragrautur bara í góðu lagi,…

Spínatbaka

Spínatbaka er góð bæði heit og köld – hvort heldur er í kvöldmat eða hádegismat. Það er sniðugt að baka hana, skera í sneiðar og setja í frystinn. Þannig er alltaf hægt að grípa sneið af góðri böku þegar vantar eitthvað fljótlegt í matinn. Eins er fyrirtak að baka hana og hafa með í útileguna…

Alvöru súkkulaðiís með súkkulaðibitum.

Þessi varð alveg ótrúlega góður og ALVÖRU. 1 líter mjólk 1 vanillustöng 245 gr eggjarauður 150 gr sykur 100 gr dökkt kakó 500 ml rjómi – þeyttur 300 gr súkkulaðibitar ( dökkt og hvítt – annað hvort eða bæði ) Eggin hrærð með sykrinum það til ljós og létt. Annað hvort hægt að gera þetta…

Túnfisksteik með fennel, ansjósum, appelsínum og ólívum

Nammi nammi namm…. Næst verður þetta sko helminga meira og mun þá verða kvöldmatur! Þetta varð til hérna seint í gær. Eins og sjá má, fór þetta í nestisboxið og náðist á mynd þar. Restin fór svo á disk hérna og var í hádegismat. Ég sendi son minn alltaf með nesti í skólann. Oft eru…

Humar-risotto með grænu chilli og sykurbaunum

300 gr aboriogrjón 50 gr ósaltað smjör 2 sellerístilkar 1 grænn chilli 2 shallotlaukar 100 gr sykurbaunir 1 kg humar ( frosinn – verður eitthvað minna þegar afþiðinn…) Ferskur parmesan Maldonsalt Hvítur nýmalaður pipar 1 – 1,2 lítrar soð ( var bæði með kjúklingasoð og humarsoðið, notaði svona 1/2 líter af hvoru ) Það er…

Páska páska páska….

Rauðkálið er að malla hér í pottinum og lærið komið í ofninn…. Set inn uppskriftir síðar, en í millitíðinni koma hér nokkrar myndir. Set þær aðallega inn fyrir mömmu og pabba, sem eru ekki heima um páskana þetta árið en ég veit að fylgjast með blogginu mínu. Er að reyna að lokka þau til að…

Risotto með pancetta og sveppum

2 stórir shallotlaukar 200 gr pancetta 250 gr sveppir 300 gr aborio grjón 1 – 1,2 Lítrar gott kjúklingasoð 200 ml hvítvín 100 gr sykurbaunir Svartur pipar Hvítur pipar Maldonsalt Smjör 50 – 100 gr Parmesan Skar pancettað ( eða segir maður pancettuna? Æ…þið vitið hvað ég á við!! Getið líka notað beikon ef þið…

Páskamakkarónur!

Hér koma nokkrar makkarónumyndir í viðbót við þessar hér. Ég bakaði þessar fyrir páska og ætlaði að vera voðalega dugleg að baka fleiri um páskana – fleiri liti og fleiri brögð…. En veðrið hefur ekki beint boðið uppá mikinn makkarónubakstur. Það er algjörlega vonlaust að ætla að baka þær í rigningu eða miklum raka, þannig…

Kalkúnarbringa, önd og “mafíuterta” að hætti hússins

Þetta gerðist hérna í gær – nokkurn veginn óvænt. Það var kalkúnabringa, önd, sætar kartöflur og sósa og svo í desert voru nokkrar makkarónur og “mafíuterta” eins og Kári kallaði hana. Það er nefnilega búin að vera svona “Godfather” kvikmyndahátíð hérna, enda kvikmyndaáhuginn hjá syninum mikill. Godafather myndirnar voru mjög ofarlega á listanum og loksins…