Marinerað lamba-innra læri með kús kús

This slideshow requires JavaScript.

Þetta var ég með í matinn á laugardaginn. Undirbúningurinn byrjaði reyndar á föstudaginn, en allt tók þetta frekar stuttan tíma.

Marinering:

100 ml góð ólívuolía ( ég mæli að sjálfsögðu með grískri extra virgin, enda finnst mér hún langbest…)
1 appelsína ( safi og börkur )
1 sítróna ( safi og börkur )
2 tsk sjávarsalt
2 tsk gróft malaður svartur pipar
3 – 4 greinar rósmarín
5 – 6 greinar ferskt timían

Öllu blandað saman í skál!

Mæli með að þið notið lífrænar appelsínur og sítrónur, því þær eru svo miklu sætari og safaríkari.
Þessar sem ég var með, voru frekar safaríkar – þannig að setjið meira ef ykkur finnst þetta verða eitthvað lítið. Börkinn hafði ég mjög fínt rifinn.

Setti svo lamba innra lærið í poka ásamt marineringunni, setti svo pokann í skál ( þannig að allt færi ekki að leka út um allt!) og setti inn í ísskáp. Ágætt að snúa þess við allavega einu sinni, svo að það marinerist allt jafnt.

Á laugardaginn tók ég svo marineringuna af kjötinu og setti kjötið í ofn.
Geymið samt marineringuna, því þið þurfið hana í kús kús-ið…

Síðan skar ég einn lauk í tvennt og tyllti kjötinu þar á. Geri það yfirleitt þannig þegar ég steiki kjöt í ofni, þannig að kjötið festist ekki við fatið. Það gefur líka gott bragð;)

Kjötið var í ofninum í ca 30 – 40 mínútur – á svona 160 gráðum. Hækkaði aðeins hitann fyrir rest til að fá smá lit ( hafði það sem sé á 180 gráðum síðustu 10 mínúturnar eða svo).

(Annars eru ofnar svo misjafnir og kjöt svo misstórt, að það er best að allir finni út rétta tímann og hitastigið fyrir sig.)

Svo er ég alveg viss um að þetta væri kjörið á grillið í sumar, eða jafnvel páskalambið:)

Kús-kúsið var einfalt.

Skar lauk, gulrætur og sellerí og setti í pott ásamt marineringunni sem ég tók af kjötinu. Leyfði þessu að malla saman á miðlungshita í potti með loki yfir. Það má svo vel bæta smá vatni útí ef ykkur sýnist allur vökvinn vera að gufa upp.

Þegar grænmetið var svona næstum eins soðið og ég vildi hafa það ( sem er smekksatriði – ég vildi hafa það með smá “biti” en samt soðið), bætti ég nægu vatni útí pottinn til að kús kús-ið gæti drukkið vökvann í sig.
Kús kúsið tekur enga stund að verða tilbúið. 5 – 7 mínútur eða svo.

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s