Kalkúnarbringa, önd og “mafíuterta” að hætti hússins

This slideshow requires JavaScript.

Þetta gerðist hérna í gær – nokkurn veginn óvænt.

Það var kalkúnabringa, önd, sætar kartöflur og sósa og svo í desert voru nokkrar makkarónur og “mafíuterta” eins og Kári kallaði hana. Það er nefnilega búin að vera svona “Godfather” kvikmyndahátíð hérna, enda kvikmyndaáhuginn hjá syninum mikill. Godafather myndirnar voru mjög ofarlega á listanum og loksins fékk hann að sjá þær…með stóra púðann sér við hlið að sjálfsögðu þegar ljótu atriðin komu.

Þar kemur oft fyrir “Enzo the baker” – hann mætir með terturnar í boðin og Kára fannst þessari svipa mjög til þeirra. Kannski örlítið minni, enda vorum við nú bara 6 í mat hérna en ekki 600.
Kannski hjálpaði að það var ítalskur marengs á henni og svo var hún – já…dálítið ítölsk.
Hún var reyndar alveg sérlega góð – notaði aðallega eggjarauður í hana, þar sem eggjahvíturnar fara flestar í makkarónubakstur á þessu heimili og ég þarf endalaust að finna nýjar leiðir til að nota rauðurnar! Það er bara spennandi verkefni og útskýrir vel hluti eins og heimagert pasta og hollandaise sósu…já..og ís og creme brulee… Lofa að henda inn uppskrift síðar – þegar ég hef betri tíma og er jafnvel búin að gera enn fallegri köku. Ég klessti bara ítalska marengsinum á hana í þetta sinn, en var svo heppin að eiga smávegis af hvítu súkkulaði ganache með rósavatni sem ég hafði litað bleikt. Ok..kannski ekki það sem allir eru með í ísskápnum akkúrat þegar á þarf að halda, en það má alveg skreyta með einhverju öðru eða bara sleppa því að skreyta! Ef það hefði verið gas í litla “blowtorchinum” mínum ( þið vitið…sem maður notar til að brenna sykurinn á creme brulee-ið ) þá hefði ég tekið eina umferð af eldi þarna yfir, en…gaslaus var hann…

Kalkúnabringuna finnst mér best að sjóða á vægum hita ( eða “poacha”…alveg stolið úr mér núna hvað það kallast á íslensku….). Ég sker sem sé lauk, sellerí og gulrætur og set í pott. Síðan er misjafnt hverju ég bæti útí. Smá timian, steinselju…smá hvítlauk…svartur pipar…lárviðarlauf. Örlitlu maldonsalti…
Læt suðuna koma upp og sjóða í svona 20 mínútur, þá lækka ég undir, set kalkúnabringuna útí og leyfi þessu að malla á vægum hita þar til bringan er tilbúin.

Mér finnst hún alltaf koma best út svona – verður aldrei þurr eða leiðileg.
Því miður er oft erfitt að finna bara svona…”venjulega” kalkúnabringu.
Skil ekki af hverju það er endalaust hægt að fá hana fyllta, en mun erfiðara að fá hana bara eins og hún er!
Ef þið eruð svo heppin, þá endilega takið hana frekar og eldið hana svona.
Ég skal lofa ykkur að hún verður sæt og safarík, en ekki þurr og leiðileg.

Ég nota oftast bara vatn, en ef ég er það heppin að eiga heimalagaðan kjúklingakraft tilbúinn, þá set ég hann útí ásamt vatninu – svona til helminga við vatnið.

Þetta er svo fyrritaksgrunnur að góðum sósum og fór einmitt útí eina slíka hérna þegar bringan var til.
Steikti bara sveppi á pönnu, smá hvítvín, krafturinn úr kalkúninum…smjörbolla og rjómi. Kryddað til með hvítum pipar og maldonsalti. Mjög einfalt og bragðmikið.

Öndin var sem betur fer á beini, þannig að það lá beinast við að setja hana bara í ofninn.
Skar rendur í fituna og nuddaði maldonsalti og hvítum pipar yfir hana alla. Stakk svo nokkrum negulnöglum svona hér og þar í rendurnar.

Tyllti henni svo á nokkrar gulrætur, skellti einum shallotlauk í boðið og timian..nokkur lárviðarlauf…smá vatn í botninn og inn í ofn. Hafði hana fyrst á frekar háum hita ( svona…220…í 10 mínútur eða svo ) og lækkaði hitann svo í 180 gráður. Ég jós yfir hana soðinu svona tvisvar meðan hún var í ofninum til að hún yrði enn safaríkari. Og safarík var hún…

Með þessu var sem sé hvítlauksbrauð og sæt kartöflumús…

En því miður eru engin hlutföll hérna. Gestirnir voru komnir og allir farnir að spjalla saman, þannig að…

Svo væri það kannski efni í nokkrar færslur – sem verða bara að koma síðar.

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s