Hér koma nokkrar makkarónumyndir í viðbót við þessar hér.
Ég bakaði þessar fyrir páska og ætlaði að vera voðalega dugleg að baka fleiri um páskana – fleiri liti og fleiri brögð…. En veðrið hefur ekki beint boðið uppá mikinn makkarónubakstur. Það er algjörlega vonlaust að ætla að baka þær í rigningu eða miklum raka, þannig að ég fylgist spennt með veðurspánni og vonast til að það stytti allavega upp á mánudaginn!!
Þessar náðu allavega að komast í nokkur páskaboð hér í bæ og það fór meira að segja kassi af makkarónum með flugvél til Akureyrar og lifði það af! Ég var alveg svakalega ánægð með það, enda eru makkarónur viðkvæmar verur sem vilja helst ekki láta þvælast of mikið með sig!:)
Annars bara….Gleðilega páska!!!