Humar-risotto með grænu chilli og sykurbaunum

This slideshow requires JavaScript.

300 gr aboriogrjón
50 gr ósaltað smjör
2 sellerístilkar
1 grænn chilli
2 shallotlaukar
100 gr sykurbaunir
1 kg humar ( frosinn – verður eitthvað minna þegar afþiðinn…)
Ferskur parmesan
Maldonsalt
Hvítur nýmalaður pipar

1 – 1,2 lítrar soð ( var bæði með kjúklingasoð og humarsoðið, notaði svona 1/2 líter af hvoru )
Það er annars erfitt að mæla “nákvæmlega” hvað fer af soði – fer eftir ýmsu. Það er allavega betra að hafa meira soð en minna við hendina.

Humarsoð:
Skelin af humrinum
2 shallotlaukar
væn sletta af koníaki
vatn

Humarinn skelflettur og hreinsaður.
Skeljarnar settar í pott ásamt 2 gróft söxuðum shallotlaukum.
Þegar mesti vökvinn er gufaður af þeim ( sérstaklega ef humarinn var frosinn ), er vænni slettu af koníaki bætt útí og leyft að gufa upp að mestu. Þá er vatninu bætt saman við – bara nóg vatn þannig að það fljóti yfir skeljarnar. Leyft að sjóða í potti með loki í allavega 30 mínútur ( ef þið finnið ekki lokið, þá bara meira vatn….:)

Risottoið:

Smjörið sett á pönnu ásamt smátt söxuðum shallotlauk og smátt söxuðu selleríi.
Þegar þetta er aðeins farið að glærast, er grjónunum bætt útí ásamt mjög smátt skornu grænu chilli.

Síðan er vökvinn settur útí smátt og smátt og passað að grjónin drekki hann allan í sig áður en næsta ausa fer á pönnuna. Þegar svona 10 mínútur eru eftir, er baunum bætt saman við – best að skera þær aðeins til í passlega bita. Því næst er humrinum bætt útí. Það er algjör óþarfi að sjóða hann áður – hann eldast alveg í gegn í risottoinu.

Þegar allt er að verða klárt – grjónin soðin en samt með smá biti – er slökkt undir pönnunni og parmesan bætt saman við. Smakkað til og saltað og piprað eftir smekk. Og svo að sjálfsögðu meiri parmesan yfir allt:)

Ótrúlega ferskt og gott. Farin að ná mér í aðra skál…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s