Nammi nammi namm…. Næst verður þetta sko helminga meira og mun þá verða kvöldmatur!
Þetta varð til hérna seint í gær.
Eins og sjá má, fór þetta í nestisboxið og náðist á mynd þar.
Restin fór svo á disk hérna og var í hádegismat.
Ég sendi son minn alltaf með nesti í skólann. Oft eru það bara afgangar eftir kvöldmatinn – jafnvel í annarri útfærslu eða með einhverju öðru meðlæti. Hins vegar er ekki alltaf afgangur og þá á ég það til að hefja eldamennsku hér aftur meðan ég geng frá eftir kvöldmatinn. Geri þá vanalega það mikið, að það dugi í hádegismat fyrir aðra fjölskyldumeðlimi:)
Þetta var einfalt og afbragðs gott.
Túnfiskurinn er steiktur á vel heitri pönnu – bara með maldonsalti og hvítum pipar.
Steikti hann upp úr ólívolíu og smá smjöri.
Sósan:)
Þegar hann var tilbúinn, setti ég ansjósurnar á pönnuna ásamt olíunni sem þær voru í, því næst fór rauðlaukurinn á pönnuna, safinn úr appelsínunum og ólívurnar.
Kryddaði svo til með smá cayenne pipar og hvítum pipar.
Capers hefði ekki verið síðra þarna, en ég átti það ekki til.
Hins vegar eru kalamata ólívur góðar í eiginlega allt, þannig að það kom ekki að sök.
Á meðan allt þetta var að gerast, var fennelinn í potti ásamt smá kjúklingasoði sem ég átti til, smjörklípu, maldonsalti og ögn af sykri. Það má líka vel nota vatn og er ekki síðra. Ég átti þetta bara hér í potti eftir kvöldmatinn þannig að….
Fennelinn tekur smá tíma að malla – hafði hann undir loki sem ég tók svo af fyrir rest.
Málið er að leyfa honum að malla í vökva þar til hann er næstum til – þá á vökvinn að vera gufaður upp og í raun smjörið og kryddin eftir. Þá steikist hann aðeins í smjörinu og fær á sig “gullin ljóma”:)
Hefði eflaust verið gott að hafa góða polentu með – geri það kannski næst.
En þetta var líka afbragð bara með góðu salati.
Tilvalinn hádegismatur sem er ekki síðri kaldur:)
400 gr túnfisksteik
2 rauðlaukar
2 appelsínur
1 dós ansjósur
Handfylli kalamata ólívur eða capers
smjör
ólivuolía
maldonsalt
hvítur nýmalaður pipar
svartur nýmalaður pipar
cayenne pipar
2 Fennel
vatn eða kjúklingakraftur
smjör
maldonsalt
hvítur nýmalaður pipar
Ferskt salat eða annað meðlæti – kartöflusalat, polenta eða bara gott pasta ( helst heimalagað ).
Verði ykkur að góðu!!