Alvöru súkkulaðiís með súkkulaðibitum.

This slideshow requires JavaScript.

Þessi varð alveg ótrúlega góður og ALVÖRU.

1 líter mjólk
1 vanillustöng

245 gr eggjarauður
150 gr sykur

100 gr dökkt kakó

500 ml rjómi – þeyttur

300 gr súkkulaðibitar ( dökkt og hvítt – annað hvort eða bæði )

Eggin hrærð með sykrinum það til ljós og létt.
Annað hvort hægt að gera þetta í hrærivél eða bara með þeytara.

Mjólkin hituð að suðu ( samt ekki láta hana sjóða…) ásamt vanillustönginni og síðan bætt varlega saman við eggjablönduna. Passið að gera þetta rólega og setja bara smá í einu, þannig að eggin “scramblist” ekki og verði að eggjahræru.

Síðan er blandan annað hvort sett í pott eða í skál yfir vatnsbað – bara eftir því hversu djörf eða ævintýragjörn þið viljið vera;) Hvort heldur þið gerið, þá er lykilorðið hérna….varlega…

Þetta er svo hitað og hrært allan tímann ( þannig að eggin skramblist ekki…) þar til blandan er nógu þykk til að þekja skeið og hægt er að draga línu eftir skeiðinni, en blandan helst samt í stað.
Kallast “coating consitancy” á ensku. Getið séð mynd af því í þessum pósti hér.
Er ekki viss hvernig það skal þýðast, en ég vona að þið skiljið hvað ég á við:)

Síðan er kakóinu bætt saman við – ég var með mjög dökkt kakó, en ég er viss um að ljóst dugar alveg jafn vel. Annað hvort hægt að sigta það til að það fari ekki í kekki, eða hræra bara hratt og vel saman við blönduna.

Síðan er blandan kæld í amk 3 – 4 tíma og helst yfir nótt.
Hún kólnar fyrr ef þið setjið hana í fremur grunna en stóra skál og hrærið við og við.
Ég hef sjaldan þolinmæði til að bíða yfir nótt, en 3 tímar í grunnri skál eiga að vera nóg.

Þá er rjóminn þeyttur og honum bætt varlega saman við ásamt súkkulaðibitunum.

Allt sett í ísvél og síðan í frysti ef þarf.

Ég held að ég verði annars að fá mér öflugri ísvél – vildi helst hafa eina sem krefðist þess ekki að ísinn þyrfti líka að fara í frystinn…Svo er örugglega hægt að prófa að gera þetta án ísvélar – bara passa að hræra í forminu við og við þannig að þetta verði ekki að klakaköggli!

Alvöru ís – ekki svona jurtafituís eins og fæst víðast hvar og ég skil ekki hvernig er hægt að kalla ítalskan ís….sorrí. Á algjörlega ekkert skilt við alvöru gelato. Þessi á það hins vegar, enda alvöru hráefni.

Þetta var náttúrulega allt of mikið til að fara allt í einu í ísvélina en einhvern veginn finnst mér varla taka því að gera minna í einu. Þetta voru einhverjir 2 – 2,5 lítrar og ég sé ekki fram á að þetta muni skemmast hér í frystinum….

Verði ykkur að góðu!

2 Comments Add yours

  1. Íris Erna says:

    Sæl, er að gera tilraun á þessu en er búin að segja eggjablönduna í pott og er að hita hana upp en hún þykkist ekki, þetta er bara eins og vatn, allavegna mjög þunt :/
    Hvað get ég gert eða hvað hef ég gert vitlaust kannski :/ ?

    Like

  2. Sigurveig says:

    Sæl:) Hún tekur smá tíma að þykkna. Vona að það hafi verið málið. Annað sem gæti hafa gerst er að það hafi verið of heitt undir og að eggin hafi skramblast, í stað þess að þykkja blönduna.Þú sérð hvort það hafi verið málið þegar þú hellir blöndunni í gegnum sigti – ef það er mikið af “skrömbluðum eggjum” eftir í sigtinu, þá hefur verið of heitt undir. Þá er eina ráðið að byrja uppá nýtt – þarft samt ekkert að byrja alveg uppá nýtt – setur bara 2-3 rauður í skál og þeytir og bætir svo því sem þú ert með saman við. Það getur oft virkað. Annars verður þetta ekkert svakalega þykkt. En samt ekki eins og vatn! Vona að þetta hafi bjargast,þannig að þú getir fengið þér góðan ís í kvöld:)

    Like

Leave a comment