Haframjólk með kanil

This slideshow requires JavaScript.

Ákvað að prófa að gera smá haframjólk hér áðan.
(Fann reyndar ekki spenana á höfrunum frekar en á möndlunum þegar ég gerði möndlumjólkina, þannig að ég lagði hafrana bara í bleyti…:)

Bjóst ekki við að hún yrði eins og góð og raun bar vitni.
Finnst hafrar reyndar mjög góðir og hafragrautur bara í góðu lagi, en einhverra hluta vegna langar mig ekkert í hann á morgnana.

Kannski ágætis lausn fyrir þau okkar sem gleyma stundum að borða morgunmat;)
Auðvitað hægt að gera alls kyns góða sjeika, en stundum langar manni meira að segja ekki í þá.

Allavega! Þetta verður prófað hér í fyrramálið.
Finnst þetta allavega gott núna – hvað sem þá verður…

1 líter vatn
250 gr haframjöl
1 kanilstöng

2 – 3 msk hunang

Látið hafrana liggja í vatninu ásamt kanilstönginni í allavega 2 – 3 tíma. Helst lengur.
Sett í blandara ( ágætt að brjóta kanilstöngina aðeins áður en þetta fer í blenderinn….) og síðan sigtað, sætt með hunanginu og síðan sett í flösku.

Kælt og drukkið!! Já…og skál!

Verði ykkur að góðu:)!!

3 Comments Add yours

  1. Soffía says:

    Namm! Þetta þarf ég að prófa!

    Like

  2. Sigurveig says:

    Er búin að gera nokkrar flöskur af þessu….set þær bara í ísskápinn og þar duga þær í allavega 3 daga. Bæði gott að geta gripið í þetta á morgnana og eins hef ég verið að stelast í þetta um eftirmiðdaginn…alveg ótrúlegt hvað þetta veitir mikla orku. Þetta er sko alvöru orkudrykkur. Á eftir að prófa að gera sjeika úr þessu, ef ég þá geri það. Finnst þetta bara svo gott svona eitt og sér.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s