Spínatbaka

This slideshow requires JavaScript.

Spínatbaka er góð bæði heit og köld – hvort heldur er í kvöldmat eða hádegismat.

Það er sniðugt að baka hana, skera í sneiðar og setja í frystinn.
Þannig er alltaf hægt að grípa sneið af góðri böku þegar vantar eitthvað fljótlegt í matinn.

Eins er fyrirtak að baka hana og hafa með í útileguna eða ferðalagið.
Mun betra en að þurfa að stoppa í sjoppu og fá sér einhverja óhollustu þar;)

Svo er náttúrulega hægt að fylla skelina með ýmsu öðru en spínati.
Tómatbaka, laukabaka, grænmetisbaka, brokkilíbaka með reyktum silung…endalausir möguleikar.

Það er líka ágætt að nýta ostafganga í bökur.

Hér kemur svo uppskriftin:)

Bökuskelin:

250 gr hveiti
125 gr kalt smjör í tengingum
ískalt vatn ( um 50 ml )
maldonsalt- svona…ein tsk…

Hveiti,smjör og salt sett í matvnnsluvél og púlsað saman þar til það líkist brauðmolum.

Það er mjög mikilvægt að allt hráefnið sé kalt ( smjörið og vatnið – jafnvel hveitið!) þannig að smjörið fái bráðni ekki saman við deigið heldur líkist þetta meira brauðmolum.

Örlitlu vatni bætt saman við en passað að láta vélina ganga ekki of lengi því þá verður deigið seigt.
Bara bæta við eins miklu vatni og þarf, því ef miklu vatni er bætt saman við verður deigið of blautt og hættara er við að það skreppi saman í ofninum þegar vatnið gufar upp úr því.

Deigið er svo látið í ísskápinn í 30 mínútur og loks er því rúllað út og sett í bökuskel.
Ég var með 28 mm lausbotna bökuskel, en það má vera hvernig form sem er svo sem.

Þegar deigið er komið í skelina, er gott að setja það aftur í ísskápinn í allavega 30 mínútur.

Þess kaldara sem það er þegar það fer í ofninn, þess minni hætta er á því að það skreppi saman við baksturinn.

“Blindbakað” í sirka – það er að segja, smjörpappír settur yfir deigið og það fyllt af baunum meðan það er í ofninum.

Tekur svona 10 – 15 mínútur í 180 gráðu heitum ofni.

Síðan er smjörpappírinn og baunirnar teknar úr og bökuskelin bökuð í smástund í viðbót.

Það er ágætt að vera tilbúinn með þeytt egg blandað mjólk og pensla yfir deigið áður en það fer aftur í ofninn. Þannig myndast meiri “vörn” gegn innihaldinu sem svo fer í skelina og það er síður líklegt að deigið verði blautt af bökufyllingunni;)

Fyllingin:

500 gr spínat
1/2 – 1 heill hvítlaukur
4 egg ( 225 gr )
250 gr kotasæla
150 gr rifinn ostur ( gouda go cheddar t.d.)
1 tsk maldonsalt
1 tek hvítur pipar
1/2 tsk cayenne pipar

Spínatið setti ég pott ásamt örlitlu smjöri og maldonsalti.
Síðan setti ég það í matvinsluvélina. Það má líka bara skera það smátt áður en það fer í pottinn.

Ég var með brakandi ferskt spínat sem ég fékk í Lambhaga. Það er með dálítið hörðum stilk. Ef þið eru með annars konar spínat, er kannski ekki nauðsynlegt að skera það niður.

Þegar þið eruð búin að elda spínatið, er það sett í sigti yfir skál, þannig að vökvinn renni vel af því.

Hvítlaukinn setti ég heilan í álpappír, skar toppinn af ( hafði sem sé hýðið á og hvílaukinn heilan ).
Örlítilli jómfrúarolíu er dreypt í sárið og svo er maldonsalti stráð þar yfir.
( Sem sé saltinu stráð í sárið!:)
Álpappírnum lokað og þetta bakað í ofni þar til orðið að hálfgerðu mauki.

Þá er hvítlaukurinn einfaldlega kreistur úr hýðinu – og notað eins mikið af honum og þið teljið að fólk þoli. Ágætt að stinga honum bara í ofninn þegar bökuskelin fer inn og hafa hann þar á meðan verið er að útbúa restina af fyllingunni. Ætti að vera tilbúinn þá.

Það má svo annað hvort skella honum í matvinnsluvélina ásamt spínatinu eða bara einfaldlega mauka hann aðeins með gaffli áður en hann fer útí eggjablönduna.

Síðan setti ég bara eggin, ostinn og allt hitt í skál og blandaði saman við spínatið og hvítlaukinn.

Allt sett í bökuskelina, smávegis ostur yfir og svo er þetta bakað í ofninum þar til osturinn er gullinn og fyllingin vel bökuð.

Langbest að fylgjast bara vel með því, með því að koma við fyllinguna við og við og taka bökuna út þegar hún hættir að “hreyfast”:)

Verði ykkur að góðu!!

6 Comments Add yours

 1. Haukur Kristinsson says:

  Enn og aftur fær maður bragð í munninn. Held að þessi uppskrift komi frá Hellas, en þar hef ég fengið frábæra spínat rétti. Þetta er líka hollur matur.

  Like

  1. Sigurveig says:

   Takk fyrir það:) Já…þær eru góðar spínatbökurnar þar. Og einvern veginn til alls staðar, bæði á veitingastöðum og svo í litlum strandsjoppum. “Spanokoppita” ( minnir að það sé skrifað svona ) og svo “tiropita” með osti – sem er svona misbragðsterkur eftir því hvar maður fær hana. Grískur matur er bara yfirleitt góður. Einfaldur og ekkert mikið verið að vesenast með hann. Enda landið sjálft mikill aldingarður og fólkið frábært.

   Like

 2. Haukur Kristinsson says:

  Rétt, spanakopitta ( spinat: σπανάκι). Svo ertu með þetta girnilega “pink” nammi efst á síðunni. Engin furða þótt eiginmaðrinn sé pínulitið “kontros”. Bara djók!

  Like

 3. Sigurveig says:

  Já…hann fær þær nú ekki… Þær eru bara fyrir útvalda!! Það er að segja, þá sem panta þær hjá mér;) Haha…Annars mundi ég að ég var búin að setja uppskrift af alvöru, djúsí spankopittu á bloggið hjá mér fyrir löngu. https://sigurveigkaradottir.wordpress.com/2011/03/12/spanakopita/
  Leitaði undir “spínat” og fann heilan helling – enda finnst mér spínat gott. Fer oft upp í Lambahaga og næ mér í stóran poka. Miklu betra og ferskara en það er þegar það er komið í verslanir. Og töluvert ódýrara. Svo er það gott í djúsvélina – spínat og epladjús…nammi namm…

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s