Salat með risarækjum og þistilhjörtum

Ok…er þetta uppskrift? Kannski ekki – ekki flókin allavega!
Kannski frekar bara samsetning.

Rækjurnar steikti ég reyndar á pönnu með ólívuolíu, maldonsalti, cayennepipar og kreisti svo smá lime útá fyrir rest. Það var í raun nóg að nota það sem “salatdressingu”, enda ótrúlega gott.

Mér finnst betra að kaupa bara hráar rækjur og elda þær sjálf, enda verða þær miklu safaríkari þannig.
Þær þurfa bara 2 mínútur eða svo – eru í raun tilbúnar um leið og þær skipta lit og verða bleikar.
Mæli með því að kaupa þær þannig í stað þess að kaupa þær soðnar.

Eins finnst mér betra að kaupa þær með skelinni á – enn meira djúsí þannig.
Tekur enga stund að taka þær úr skelinni og hreinsa þær.

Síðan er það bara salatið, ólívurnar, þistilhjörtun og eggin.

Langaði aðallega að benda ykkur á þessi ótrúlega góðu þistilhjörtu sem ég passa mig alltaf að eiga í skápnum. Þau eru góð ein og sér eða á antipasti bakka með öðru góðgæti, eða þá á salöt og pizzur.

Eins eru ólívurnar frá sama fyrirtæki alveg ótrúlega góðar. Þær eru þarna á disknum líka:)

Verði ykkur að góðu!!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s