Einfalt og gott…
Kjúklingur í ofn ( eða nota afganga frá deginum áður ), örlítið beikon, pínu majónes,smá vatnakarsi ( eða salat – oft erfitt að finna vatnakarsann í verslunum ) og svo tómatarnir.
Mér finnst gott að elda tómatana hægt og rólega í ofni og leyfa þeim að “karamelliserast” ( já…hvað sem það aftur kallast á íslensku. Alveg stolið úr mér núna!), með örlítilli jómfrúarolíu, maldonsalti, svörtum pipar og smávegis af sykri. Sker þá bara í tvennt, dreypi olíunni yfir og krydda svo.
Set þá á 150 gráður í ofninn og bíð svo róleg í 1 1/2 – 2 klukkustundir.
Verða margfalt bragðbetri en “bara tómatar” og svo leysist víst fullt af hollustu úr læðingi þegar maður eldar tómata frekar en að borða þá bara hráa.
Góðir með ýmsum mat – til dæmis góðri steik.
Eða bara einir og sér, heitir eða kaldir.
Verði ykkur að góðu!:)