Túnfiskur með kartöflum og rjómalagaðri púrru

Stundum er ágætt að flækja hlutina ekkert of mikið.

Túnfiskur með kartöflum og rjómalagaðri púrru.

Sem er kannski aðalatriðið í þessum pósti.

Held að hugsanlega sé ekki hægt að finna einfaldara meðlæti.

Skerið púrruna frekar þunnt – passið bara að hafa hana alla í svipaðri stærð þannig að hún eldist jafnt.

Sett í pott með smá smjöri, kryddað með maldonsalti og hvítum pipar… leyft að malla í svona 2 – 4 mínútúr eða þar til hún er aðeins farin að linast. Þá er rjóma bætt útí og hún látin malla aðeins lengur.

Hlutföll? Nei…eiginlega ekki. Áætt að reikna með svona 1/3 – 1/2 púrru á mann, sérstaklega ef það er lítið annað meðlæti. Rjóma eftir þörfum – í raun bæði hægt að hafa þetta frekar þykkt eins og hér að ofan, eða aðeins þynnra ef maður vill hafa þetta “sósulegra”:)
Þá er líka ágætt að setja eins og 1 tening af góðum kjúklingakrafti ef maður vill hafa þetta ennþá “sósulegra”.

Passar vel með alls kyns fisk, kjöt og grænmetisréttum.

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s