Ég veit eiginlega ekki af hverju þær heita “kjúklingabaunir”.
Voðalega fátt sem minnir á kjúkling, en allavega….
Sýð stundum helling og sting í frystinn til að eiga út í rétti eða til að gera fljótlegan hummus.
Vandamálið við að sjóða kjúklingabaunir og í raun allar frekar stórar baunir, er að ná þeim vel mjúkum.
Hér kemur smá “trick”.
Setjið 1/2 – 1 tsk af matarsóda út í vatnið þegar þið sjóðið baunirnar.
Það brýtur niður próteinin…og eitthvað. Treysti mér ekki útí löngu útskýringuna – en ég get sagt ykkur að þetta virkar. Annað sem ég geri – ég leyfi þeim að liggja í bleyti í allt að sólarhring.
Það er ágætt að skipta um vatn svona einu sinni á meðan þær eru í bleyti.
Síðan sýð ég þær lengi á lágum hita. Alveg 1 1/2 – 2 tíma.
Svo leyfi ég þeim að kólna í vatninu í stað þess að sigta það strax frá.
Þetta finnst mér vera eina leiðin til að ná þeim vel mjúkum og góðum ( svona eins og þær eru í dósunum;)
Það er því tilvalið að sjóða þær í dálitlu magni víst það er verið að þessu á annað borð!
Þannig er auðvelt og þægilegt að henda í salat í hádeginu.
Hér kemur smá hugmynd:
Gúrkur
Kirsuberjatómatar
Ferskur basil
Feta ostur ( kaupi frekar í sneiðum en í olíu. Mun bragðbetri ).
Rauðlaukur – mjög smátt saxaður
Mjög stökkt beikon
Góð ólívuolía – extra virgin.
Bæði hægt að fá góða ítalska frá Biona og eins er til grísk sem heitir Hellas.
Get ekki gert uppá milli þessara tveggja þannig að ég kaupi þær svona til skiptis…
Gott balsamedik
Maldonsalt og nýmalaður hvítur pipar
Herbs de provence krydd
Svo er gott að setja smá kotasælu og furuhnetur ofaná.
Það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða.
Bara hvað sem maður vill og á í skápnum þá stundina.
Til dæmis túnfisk, soðin egg, spínat, graskersfræ…
Verði ykkur að góðu!:)
Rosalega gott og ferskt, þetta fer á listann yfir hollt, fljótlegt og gott :)
Ég notaði hampoliu frá GOOD i stað olivuoliu :) hún fæst meðal annars hjá supersport.is
LikeLike