Heilsteikt nauta prime-ribs

This slideshow requires JavaScript.

Þar sem ég átti von á nokkrum svöngum úlfum í mat, ákvað ég að heilsteikja kjötið í stað þess að standa við pönnuna og steikja það.

Ég tímdi heldur ekki að fara að búta þetta fallega kjötstykki sem ég fann í Kjöthöllinni niður í litla bita.
Það var bara svo fallega fitusprengt að það kallaði á heilsteikingu!

Það er gott að binda það aðeins svo það haldist betur saman við steikingu.

Ég nota alltaf grænmetið sem “grind” – það er að segja, hef það undir kjötinu.
Það hjálpar bæði kjötinu að steikjast jafnt, gefur gott bragð og umfram allt byggir það upp góðan grunn fyrir sósuna – sem mér finnst ákaflega mikilvæg!

Sem sé – laukur, gulrætur og sellerí, ásamt tilfallandi kryddjurtum ( timían, rósmarín, steinselju, lárviðarlaufi….eitthvað af þessu eða allt ) – kjötið ofaná og inn í ofn.

Mér finnst alltaf best að hafa kryddunina einfalda þegar ég er með gott kjöt og leyfa þannig bragðinu af kjötinu að njóta sín sem best.

Maldonsalt, hvítur nýmalaður pipar og svartur nýmalaður pipar.
Það er allt og sumt. Bara nudda kjötið aðeins með góðri ólívuolíu, krydda það, leggja það á “grænmetisbeðið” og inn í ofn.

Fyrsta hálftímann hafði ég það á 230 gráðum en lækkaði hitann svo í 100 gráður. Hafði það á 100 gráðum í svona 2 tíma og slökkti svo á ofninum. Það er ágætt að taka það ekki strax út þegar slökkt er á ofninum, heldur leyfa því að jafna sig fyrst þar inni. Hafði það í alveg halftíma í viðbót í ofninum áður en ég tók það út.

Stykkið var 2 kíló, þannig að ef þið eruð með minna eða stærra stykki, þá tekur það að sjálfsögðu annað hvort lengri eða skemmri tíma;)

Eftir fyrsta hálftímann, sletti ég svo smá vatni í ofnskúffuna. Þar með var sósugrunnurinn svo til klár;)

Þegar kjötið kom úr ofninum síaði ég grænmetið frá, bætti kraftinum á pönnuna með sveppunum ( sem eg hafði steikt úr smá smjöri…. ).
Þykkti svo með smjörbollu ( hveiti og smjöri sem sé ) og sósan var tilbúin.

Stundum þarf ekkert meira. Jú – sæta kartöflumús…

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s