Ofnbakaður ananas með kanil og rommi

This slideshow requires JavaScript.

Þetta varð alveg ótrúlega safaríkur og góður eftirréttur.
Og einfaldur;)

Bara skera utan af ananasinum og taka harða kjarnann úr.
Hann er ágætur í djúsvélina ef þið eruð með svoleiðis.

Sett í eldfast mót, smá hrásykri, slettu og dökku rommi og pínu kanil skellt yfir og inn í ofninn. Aðalatriðið hér er að elda þetta á lágum hita í langan tíma.

Var með hann á 150 gráðum í að verða 3 tíma.

Sneri honum einu sinni á meðan og setti þá meiri sykur og kanil yfir, ásamt safanum af kjarnanum.

Allt í allt fór í þetta:

6 msk hrásykur
3 msk dökkt romm
2 tsk kanill

Já…og einn ananas:)

Ef þið eruð ekki með djúsvél er það í góðu lagi.
Bara setja smá vatn í botninn á fatinu undir lok tímans.

Safinn sem rennur af er nefnilega ótrúlega góður.

Honum er svo bara hellt í könnu og hann borinn fram með ananasinum.

Ekki verra að setja smá þeyttan rjóma ofaná….

Verði ykkur að góðu:)!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s