“Mini – quiche” að hætti múmínálfanna

This slideshow requires JavaScript.

Ég er alveg viss um að múmínálfunum þættu þessar góðar…
Allavega pössuðu múmínálfa-möffins-formin sem ég átti hérna mjög vel undir þær.

Það má svo sem gera þær í öðruvísi formi og kalla þær eitthvað annað!
Kannski bara litlar aspaseggjakökur, en það hljómar ekki eins vel.

Svona litlar quiche, eða eggjakökur, er tilvalið að gera við hin ýmsu tækifæri.

Þær passa vel í brönsinn, á veisluborð með smáréttum, þær eru góðar í léttan hádegisverð og það má auðveldlega stinga þeim í frystinn og taka út eftir þörfum.

Það má svo sem nota hvaða ost sem er – þetta er líka ágæt uppskrift til að nota upp ostafganga.
Ég var með ísbúa sem er dálítið bragðmeiri en margir ostar, en þetta er bara smekksatriði.

6 egg
100 gr rifinn ostur
70 ml rjómi
450 gr aspas
100 gr pancetta ( má nota beikon )
50 gr shallotlaukur
1 msk smjör
Nýrifinn parmesan eða meira af rifnum osti til skreytinga ef vill.
Maldonsalt
Hvítur pipar
Svartur pipar

Shallotlaukurinn skorinn mjög smátt og hann settur á pönnu ásamt pancettu sem hefur verið skorin í litla bita. Setjið svona eina msk af smjöri með. Þetta er svo tekið af pönnunni og geymt þar til á þarf að halda.

Aspasinn skorinn í fremur litla bita en topparnir hafðir heilir.
Sett á pönnuna og honum er leyft að linast aðeins án þess að taka samt mikinn lit.
Þá er örlitlu vatni ( bara eftir þörfum ) bætt á pönnuna og honum leyft að sjóða í því.
Það mætti vissulega bara sjóða hann í öðrum potti, en þetta er einfalt svona og það er ágætt að sleppa við að þvo einn aukapott:)

Topparnir eru svo teknir frá og þeir geymdir þar til síðast, þá eru þeir settir ofaná eggjakökurnar til skreytinga.

Eggin brotin í skál og ostinum og rjómanum bætt saman við.
Kryddað til með maldonsalti, hvítum pipar og svörtum pipar.

Þá er aspasnum ( öllu nema toppunum ), shallotlauknum og pancettunni bætt útí.

Öllu blandað vel saman og síðan sett í möffinsform.

Rifinn parmesan eða örlítið meira af rifnum osti sett yfir og síðan aspastopparnir.

Bakað við 180 gráður í 15 – 20 mínútur eða þar til það er orðið “svampkennt” viðkomu og virðist fullbakað.

Svo má líka fara alla leið og gera “alvöru quiche” með botni og öllu…
Þá er ágætt að nota uppskriftina af skelinni sem er í spínatbökunni sem ég var með um daginn.

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s