Spínat og sveppalasagna

on

This slideshow requires JavaScript.

Þetta kom alveg ótrúlega vel út – spínat og sveppalasagna.
Það er ekkert annað grænmeti í þessu ( jú…einn laukur!), en alveg hellingur af spínati og þónokkuð af sveppum.

Ég átti eitthvað eftir af kjúklingabaunum í frystinum frá því ég var að gera kjúklingabaunasalatið um daginn og þær fóru líka í pottinn. Voru pínulítið einmana þarna í frystinum og langaði að vera með.

500 gr spínat
250 gr sveppir
1 laukur
3 – 4 hvítlauksrif
1 grænt chilli
1 rautt chilli
Ólívuolía – nóg til að steikja úr
Smá smjörklípa

1 dós chillibaunir
200 gr kjúklingabaunir

70 ml rjómi

1 pakki spelt lasagna ( þurfið kannski ekki allan pakkann samt )

1 msk þurrkað oregano
Maldonsalt
Hvítur pipar
Svartur pipar

1 stór dós kotasæla
50 ml rjómi
Rifinn ostur
Fetaostur
Oregano – 1 – 2 tsk
Furuhnetur – handfylli

Laukurinn skorinn smátt og honum leyft að glærast aðeins í ólívuolíunni.
Grænn chillipipar, rauður chillipipar og hvítlaukurinn skorið mjög smátt og bætt útí.

Sveppirnir skornir frekar gróft og þeim bætt á pönnuna ásamt smá smjörklípu.
Þeim leyft að steikjast aðeins áður en restin af hráefnunum mætir í partíið.

Þá fer spínatið útí. Ef þið eruð með spínat með stilkum eins og ég er oftast með, er betra að skera það aðeins niður áður en það fer á pönnuna. Alls ekki skera stilkana frá og henda þeim! Hef heyrt af fólki sem gerir það og ég skil ekki hvernig nokkrum manni getur dottið annað eins í hug!:)

Síðan kemur rjóminn, oreganoið, hvítur pipar, svartur pipar, maldonsalt – og loks baunirnar.

Ef þið eigið ekki kjúklingabaunir tilbúnar í frystinum þá setjið þið bara eina dós af kjúklingabaunum útí í staðinn. Sami hluturinn þannig lagað séð:)

Það má vissulega setja bara 2 dósir af chillibaunum í lasagnað, en mér finnst alltaf betra að hafa að minnsta kosti 2 tegundir af baunum saman þegar ég er að gera lasagna.
Sérstaklega ef það er ekki mikið annað í réttinum.
Annars verður þetta dálítið einhæft á þriðja bita!

Svo er þessu bara raðað eins og hverju öðru lasagna – kotasælan og osturinn sett ofaná allt saman áður en þetta fer í ofn.

Það er ágætt að þynna kotasæluna með smá rjóma áður en hún er sett ofaná – þannig verður auðveldara að dreifa henni. Ef þið eruð einhverra hluta vegna “á móti rjóma”, þá sleppið þið honum bara. Ég skil reyndar ekki af hverju fólk ætti að vera á móti rjóma. Ekki frekar en ég skil af hverju nokkrum manni ætti að detta í hug að nota matreiðslurjóma. Af hverju ekki bara að blanda saman rjóma og smá mjólk – í þeim hlutföllum sem maður vill? Eða bara nota aðeins minna af rjómanum? Frekar vildi ég þá að hægt væri að fá þykkan rjóma í verslunum, eða almennilegur double cream sem er mun betra og nýtilegra hráefni en matreiðslurjómi sem mér finnst alltaf dálítið eins og útþynntur rjómi bara.

Það má líka nota bara 2 dósir af kotasælu og sleppa ostinum og fetostinum.
Ég var bara með þetta við hendina, þannig að það fór sitt lítið af hverju þarna ofaná.

Og svo smávegis af oregano og furuhnetum yfir toppinn.

Inn í ofn við 180 gráður í svona 45 – 50 mínútur.

Tilbúið!!

Verði ykkur að góðu!:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s